Ísland mætir Ísrael í vináttulandsleik í Tel Aviv í kvöld og er þetta 21. vináttulandsleikurinn sem Ísland spilar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar síðan að hann tók við landsliðinu í lok ársins 2007. Ísland hefur spilað fimm aðra vináttulandsleiki á þessu ári og hefur ekki tapað neinum þeirra.
Fyrsti vináttulandsleikurinn undir stjórn Ólafs var á æfingamóti á Möltu í febrúar 2008 sem þýðir að liðið verður búið að spila 21. vináttulandsleik á 33 mánuðum þegar leiknum lýkur í Ísrael í kvöld.
Ólafur er þegar búinn að setja nýtt met því enginn þjálfari í sögu íslenska A-landsliðsins hefur stýrt íslenska landsliðinu í fleiri vináttulandsleikjum. Ólafur bætti met Tony Knapp fyrr á þessu ári.
Íslenska landsliðið hefur spilað tólf alvöru landsleiki á sama tíma en liðið hefur aðeins náð í 5 af 36 mögulegum stigum út úr þeim leikjum í undankeppni Hm og undankeppni EM. 9 af 10 sigurleikjum íslenska landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar hafa því komið í vináttulandsleikjum.
Vináttulandsleikir Íslands undir stjórn Ólafs:
11. ágúst 2010 Ísland-Liechtenstein 1-1
29. maí 2010 Ísland-Andorra 4-0
24. mars 2010 Mexíkó-Ísland 0-0
21. mars 2010 Ísland-Færeyjar 2-0
3. mars 2010 Kýpur-Ísland 0-0
14. nóvember 2009 Lúxemborg-Ísland 1-1
10. nóvember 2009 Íran-Ísland 1-0
13. október 2009 Ísland-Suður-Afríka 1-0
9. september 2009 Ísland-Georgía 3-1
12. ágúst 2009 Ísland-Slóvakía 1-1
22. mars 2009 Ísland-Færeyjar 1-2
11. febrúar 2009 Liechtenstein-Ísland 0-2
19. nóvember 2008 Malta-Ísland 0-1
20. ágúst 2008 Ísland-Aserbaídsjan 1-1
28. maí 2008 Ísland-Wales 0-1
26. mars 2008 Slóvakía-Ísland 1-2
16. mars 2008 Ísland-Færeyjar 3-0
5. febrúar 2008 Armenía-Ísland 0-2
4. febrúar 2008 Malta-Ísland 1-0
2. febrúar 2008 Hvíta-Rússland 2-0
Samantekt:
20 leikir
9 sigrar
6 jafntefli
5 töp
Flestir vináttulandsleikir undir stjórn eins þjálfara:
20 - Ólafur Jóhannesson (9 sigrar - 6 jafntefli - 5 töp)
18 - Tony Knapp (10 sigrar - 3 jafntefli - 5 töp)
17 - Ásgeir Elíasson (7 sigrar - 4 jafntefli - 6 töp)
14 - Sigfried Held (3 sigrar - 1 jafntefli - 10 töp)
14 - Atli Eðvaldsson (3 sigrar - 3 jafntefli - 8 töp)
11 - Guðjón Þórðarson (5 sigrar - 3 jafntefli - 3 töp)
9 - Bo Johannsson (5 sigrar - 1 jafntefli - 3 töp)
Íslenski boltinn