„Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri.
„Við vissum fyrir leikinn að það yrðu vandamál sóknarlega því við erum með ákveðna menn í meiðslum. En það er ekkert sem afsakar vörnina, hún var bara léleg. Þetta var erfitt og ég er bara sáttur við að hafa náð stigi," sagði Óskar.
„Fram er með hörkumannskap og á ekki að vera á þessum stað. Vonandi að þetta komi hjá þeim, þeir eru með flott lið og spiluðu vel í dag," sagði Óskar Bjarni eftir leik.