Keyrsla og læti Trausti Júlíusson skrifar 14. nóvember 2010 06:00 Swords of Chaos er fjögurra manna band, skipað þeim Úlfi Einarssyni söngvara, Alberti Finnbogasyni gítarleikara, Ragnari Hrólfssyni trommuleikara og Úlfi Hanssyni bassaleikara. Þeir spila hratt og hart rokk. Flest lögin á þessari fyrstu plötu þeirra hljóma við fyrstu hlustun eins og tónlist ótal annarra harðkjarna metalsveita. Þegar maður hlustar betur fer maður hins vegar að taka eftir smáatriðunum í sándinu og útsetningunum og lagasmíðarnar sem sumar virka kaótískar í byrjun síast inn. Það er góður kraftur í þessu bandi. Hljóðfæraleikararnir gefa ekkert eftir og Úlfur söngvari er í meira lagi efnilegur. Nokkur lög plötunnar skera sig úr og breyta heildaryfirbragði hennar. Alexis Mardas sem er unnið í samstarfi við Kiru Kiru er eins og hljóðlandslag, Each Thousand Years but a Day hefst á lúðrakafla og lokalagið, Northern Crater, leysist upp í miðri keyrslunni og tekur góðan tíma í að fjara út með tilþrifum. Þessi plata virkar best spiluð í gegn í heild sinni. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á umslagið, sem er hannað af Söru Riel og sem er sérstaklega flott. Það má reyndar alveg hrósa Kima fyrir metnað og framsækni í umslagagerð. Á heildina litið er þetta ágæt rokkplata. Ef þeir félagar bæta aðeins í undarlegheitin gæti næsta plata orðið meistaraverk! Niðurstaða: Kraftmikil og á köflum stórskemmtileg rokkplata. Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Swords of Chaos er fjögurra manna band, skipað þeim Úlfi Einarssyni söngvara, Alberti Finnbogasyni gítarleikara, Ragnari Hrólfssyni trommuleikara og Úlfi Hanssyni bassaleikara. Þeir spila hratt og hart rokk. Flest lögin á þessari fyrstu plötu þeirra hljóma við fyrstu hlustun eins og tónlist ótal annarra harðkjarna metalsveita. Þegar maður hlustar betur fer maður hins vegar að taka eftir smáatriðunum í sándinu og útsetningunum og lagasmíðarnar sem sumar virka kaótískar í byrjun síast inn. Það er góður kraftur í þessu bandi. Hljóðfæraleikararnir gefa ekkert eftir og Úlfur söngvari er í meira lagi efnilegur. Nokkur lög plötunnar skera sig úr og breyta heildaryfirbragði hennar. Alexis Mardas sem er unnið í samstarfi við Kiru Kiru er eins og hljóðlandslag, Each Thousand Years but a Day hefst á lúðrakafla og lokalagið, Northern Crater, leysist upp í miðri keyrslunni og tekur góðan tíma í að fjara út með tilþrifum. Þessi plata virkar best spiluð í gegn í heild sinni. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á umslagið, sem er hannað af Söru Riel og sem er sérstaklega flott. Það má reyndar alveg hrósa Kima fyrir metnað og framsækni í umslagagerð. Á heildina litið er þetta ágæt rokkplata. Ef þeir félagar bæta aðeins í undarlegheitin gæti næsta plata orðið meistaraverk! Niðurstaða: Kraftmikil og á köflum stórskemmtileg rokkplata.
Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira