Keyrsla og læti Trausti Júlíusson skrifar 14. nóvember 2010 06:00 Swords of Chaos er fjögurra manna band, skipað þeim Úlfi Einarssyni söngvara, Alberti Finnbogasyni gítarleikara, Ragnari Hrólfssyni trommuleikara og Úlfi Hanssyni bassaleikara. Þeir spila hratt og hart rokk. Flest lögin á þessari fyrstu plötu þeirra hljóma við fyrstu hlustun eins og tónlist ótal annarra harðkjarna metalsveita. Þegar maður hlustar betur fer maður hins vegar að taka eftir smáatriðunum í sándinu og útsetningunum og lagasmíðarnar sem sumar virka kaótískar í byrjun síast inn. Það er góður kraftur í þessu bandi. Hljóðfæraleikararnir gefa ekkert eftir og Úlfur söngvari er í meira lagi efnilegur. Nokkur lög plötunnar skera sig úr og breyta heildaryfirbragði hennar. Alexis Mardas sem er unnið í samstarfi við Kiru Kiru er eins og hljóðlandslag, Each Thousand Years but a Day hefst á lúðrakafla og lokalagið, Northern Crater, leysist upp í miðri keyrslunni og tekur góðan tíma í að fjara út með tilþrifum. Þessi plata virkar best spiluð í gegn í heild sinni. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á umslagið, sem er hannað af Söru Riel og sem er sérstaklega flott. Það má reyndar alveg hrósa Kima fyrir metnað og framsækni í umslagagerð. Á heildina litið er þetta ágæt rokkplata. Ef þeir félagar bæta aðeins í undarlegheitin gæti næsta plata orðið meistaraverk! Niðurstaða: Kraftmikil og á köflum stórskemmtileg rokkplata. Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Swords of Chaos er fjögurra manna band, skipað þeim Úlfi Einarssyni söngvara, Alberti Finnbogasyni gítarleikara, Ragnari Hrólfssyni trommuleikara og Úlfi Hanssyni bassaleikara. Þeir spila hratt og hart rokk. Flest lögin á þessari fyrstu plötu þeirra hljóma við fyrstu hlustun eins og tónlist ótal annarra harðkjarna metalsveita. Þegar maður hlustar betur fer maður hins vegar að taka eftir smáatriðunum í sándinu og útsetningunum og lagasmíðarnar sem sumar virka kaótískar í byrjun síast inn. Það er góður kraftur í þessu bandi. Hljóðfæraleikararnir gefa ekkert eftir og Úlfur söngvari er í meira lagi efnilegur. Nokkur lög plötunnar skera sig úr og breyta heildaryfirbragði hennar. Alexis Mardas sem er unnið í samstarfi við Kiru Kiru er eins og hljóðlandslag, Each Thousand Years but a Day hefst á lúðrakafla og lokalagið, Northern Crater, leysist upp í miðri keyrslunni og tekur góðan tíma í að fjara út með tilþrifum. Þessi plata virkar best spiluð í gegn í heild sinni. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á umslagið, sem er hannað af Söru Riel og sem er sérstaklega flott. Það má reyndar alveg hrósa Kima fyrir metnað og framsækni í umslagagerð. Á heildina litið er þetta ágæt rokkplata. Ef þeir félagar bæta aðeins í undarlegheitin gæti næsta plata orðið meistaraverk! Niðurstaða: Kraftmikil og á köflum stórskemmtileg rokkplata.
Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira