Ármann Kr, Ólafsson: Engar skuldir afskrifaðar 14. apríl 2010 17:00 Ármann Kr. Ólafsson segir engar skuldir hafa verið afskrifaðar auk þess sem allar skuldirnar eru á hans nafni. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir allar skuldir sem hann beri og minnst var á rannsóknarskýrslu Alþingi séu á hans eigin nafni. Þá segir hann engar skuldir hafa verið afskrifaðar. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Þar sem nafn mitt var nefnt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hvaða alþingismenn hefðu fengið lán frá fjármálastofnunum frá árinu 2005 þar til fjármálakerfið féll í október 2008 þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég var kosinn á Alþingi á vormánuðum 2007 en áður en til þess kom hafði ég átt í ákveðnum fjárfestingum og tekið lán vegna þeirra. Í ágústlok náðu lán mín hámarki í nokkra daga, eða 248 m.kr., eins og fram kemur í skýrslunni. Í skýrslunni eru tekin með fasteignalán en megnið af upphæðinni er vegna áðurgreindra fjárfestinga. Eignir og eigið fé sem nam talsvert hærri upphæð var lagt fram til tryggingar á móti þessum lánum eins og almennar reglur bankans kváðu á um. Strax í byrjun september 2007 hóf ég að draga mig út úr þessum fjárfestingum og þegar fjármálakerfið féll stóð eftir krafa upp á 33 m.kr. vegna þessara fjárfestingalána. Hjá bankanum liggur ríflega sú fjárhæð frá mér í peningum til tryggingar kröfunni. Þau lán sem nefnd eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru tekin á mína kennitölu og bar ég því fulla og persónulega ábyrgð á þeim. Engin lán til mín hafa verið afskrifuð, verða afskrifuð, né hafa lán til mín nokkurn tíma lent í vanskilum. Fjárhagsstaða mín er traust. Þegar ég hef boðið mig fram til opinberra starfa í prófkjörum hef ég lagt mikið upp úr tengingu minni við atvinnulífið. Ég tel mikilvægt fyrir þátttakendur í stjórnmálum að hafa innsýn í atvinnulífið og vona að þeir atburðir sem átt hafa sér stað í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi, og skýrslan tekur að mínu mati vel á, verði ekki til þess að menn verði fordæmdir fyrir þátttöku í öðru hvoru eða hvoru tveggja. Það hlýtur ávallt að vera grundvallaratriði hvernig menn sinna sínu og hvort þeir séu reiðubúnir að taka fjárhagslega ábyrgð á því sem þeir sýsla persónulega. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir allar skuldir sem hann beri og minnst var á rannsóknarskýrslu Alþingi séu á hans eigin nafni. Þá segir hann engar skuldir hafa verið afskrifaðar. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Þar sem nafn mitt var nefnt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hvaða alþingismenn hefðu fengið lán frá fjármálastofnunum frá árinu 2005 þar til fjármálakerfið féll í október 2008 þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég var kosinn á Alþingi á vormánuðum 2007 en áður en til þess kom hafði ég átt í ákveðnum fjárfestingum og tekið lán vegna þeirra. Í ágústlok náðu lán mín hámarki í nokkra daga, eða 248 m.kr., eins og fram kemur í skýrslunni. Í skýrslunni eru tekin með fasteignalán en megnið af upphæðinni er vegna áðurgreindra fjárfestinga. Eignir og eigið fé sem nam talsvert hærri upphæð var lagt fram til tryggingar á móti þessum lánum eins og almennar reglur bankans kváðu á um. Strax í byrjun september 2007 hóf ég að draga mig út úr þessum fjárfestingum og þegar fjármálakerfið féll stóð eftir krafa upp á 33 m.kr. vegna þessara fjárfestingalána. Hjá bankanum liggur ríflega sú fjárhæð frá mér í peningum til tryggingar kröfunni. Þau lán sem nefnd eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru tekin á mína kennitölu og bar ég því fulla og persónulega ábyrgð á þeim. Engin lán til mín hafa verið afskrifuð, verða afskrifuð, né hafa lán til mín nokkurn tíma lent í vanskilum. Fjárhagsstaða mín er traust. Þegar ég hef boðið mig fram til opinberra starfa í prófkjörum hef ég lagt mikið upp úr tengingu minni við atvinnulífið. Ég tel mikilvægt fyrir þátttakendur í stjórnmálum að hafa innsýn í atvinnulífið og vona að þeir atburðir sem átt hafa sér stað í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi, og skýrslan tekur að mínu mati vel á, verði ekki til þess að menn verði fordæmdir fyrir þátttöku í öðru hvoru eða hvoru tveggja. Það hlýtur ávallt að vera grundvallaratriði hvernig menn sinna sínu og hvort þeir séu reiðubúnir að taka fjárhagslega ábyrgð á því sem þeir sýsla persónulega.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira