Sport

Trúðalegar krullubuxur Noregs vekja athygli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Skrautlegir liðsmenn Noregs að keppa í krullu í Vancouver.
Skrautlegir liðsmenn Noregs að keppa í krullu í Vancouver.

Norska landsliðið í krullu vekur mikla athygli á Ólympíuleikunum í Vancouver. Það er þó ekki helst fyrir að vera hörkugott lið heldur eru landsliðsbuxur Noregs ansi skrautlegar.

„Mér fannst eins og þarna væru fjórir trúðar að renna sér fram og til baka á ísnum," sagði hinn sænski Niklas Edin.

Noregur vann 6-5 sigur á Bandaríkjunum en fjölmiðlar vestanhafs eyða þó meira púðri í að skrifa um norsku krullubuxurnar en leikinn sjálfan. Á samskiptasíðunni Facebook er búið að stofna aðdáendasíðu fyrir þessar buxur og fer meðlimum ört fjölgandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×