Þetta var áratugurinn hans Ólafs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2010 06:00 Ólafur Stefánsson varð í gær fyrstur til að lyfta nýja bikarnum tvisvar þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins annað árið í röð. Mynd/Vilhelm Handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson endurskrifaði í gær sögu kjörs Samtaka íþróttamanna á Íþróttamanni ársins þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins með fullu húsi annað árið í röð. Ólafur fékk 380 stig af 380 mögulegum og 193 stigum meira en knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen. Í fyrra fékk Ólafur 480 af 480 mögulegum stigum og hlaut þá einnig 193 stigum meira en næsti maður sem var þá Snorri Steinn Guðjónsson. Knattspyrnufólkið Eiður Smári Guðjohnsen og Þóra Björg Helgadóttir komu í næstu sætum á eftir Ólafi. Þóra var ein af þremur konum meðal efstu fimm í kjörinu en á eftir henni komu körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir og frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Þetta er í fjórða sinn sem Ólafur hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann fékk einnig þessa viðurkenningu fyrir árin 2002, 2003 og svo aftur 2008. Það hefur aðeins einn maður verið kosinn oftar en Ólafur og það er frjálsíþróttamaðurinn Vilhjálmur Einarsson sem var kosinn fimm sinnum á sex fyrstu árum kjörsins. Ólafur er hins vegar sá fyrsti til að vinna þessi verðlaun fjórum sinnum á sama áratugnum en Vilhjálmur vann þrisvar á sjötta áratugnum og tvisvar í upphafi þess sjöunda. Hápunktur ársins hjá Ólafi Stefánssyni var án nokkurs vafa seinni úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Quijote Arena í Ciudad Real 31. maí. Ólafur skoraði 8 mörk í leiknum og sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum í Þýskalandi. Ólafur var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real á árinu með því að vinna sinn fimmtánda og sextánda titil með félaginu frá því að hann kom til Spánar sumarið 2002. Auk þess að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn á fjórum árum þá varð liðið einnig spænskur meistari þriðja árið í röð. Það er athyglisvert að Ólafur var einnig kosinn Íþróttamaður ársins tvö ár í röð þegar hann skipti síðast um félag en hann fór frá Magdeburg til Ciudad Real árið 2002 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins 2002 og 2003. Ólafur fór til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen fyrir núverandi tímabil og hefur verið í aðalhlutverki hjá liðinu í sterkustu deild í heimi.Menn áratuganna í kosningu á Íþróttamanni ársins (Hér á eftir fer listi yfir þá sem hafa verið kosnir Íþróttamaður ársins oftar en tvisvar á sama áratug)1956-1959 Vilhjálmur Einarsson 3 sinnum1960-1969 Vilhjálmur Einarsson 2, Guðmundur Gíslason 21970-1979 Hreinn Halldórsson 3,1980-1989 Einar Vilhjálmsson 31990-1999 Jón Arnar Magnússon 2, Örn Arnarson 22000-2009 Ólafur Stefánsson 4, Eiður Smári Guðjohnsen 2 Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson endurskrifaði í gær sögu kjörs Samtaka íþróttamanna á Íþróttamanni ársins þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins með fullu húsi annað árið í röð. Ólafur fékk 380 stig af 380 mögulegum og 193 stigum meira en knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen. Í fyrra fékk Ólafur 480 af 480 mögulegum stigum og hlaut þá einnig 193 stigum meira en næsti maður sem var þá Snorri Steinn Guðjónsson. Knattspyrnufólkið Eiður Smári Guðjohnsen og Þóra Björg Helgadóttir komu í næstu sætum á eftir Ólafi. Þóra var ein af þremur konum meðal efstu fimm í kjörinu en á eftir henni komu körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir og frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Þetta er í fjórða sinn sem Ólafur hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann fékk einnig þessa viðurkenningu fyrir árin 2002, 2003 og svo aftur 2008. Það hefur aðeins einn maður verið kosinn oftar en Ólafur og það er frjálsíþróttamaðurinn Vilhjálmur Einarsson sem var kosinn fimm sinnum á sex fyrstu árum kjörsins. Ólafur er hins vegar sá fyrsti til að vinna þessi verðlaun fjórum sinnum á sama áratugnum en Vilhjálmur vann þrisvar á sjötta áratugnum og tvisvar í upphafi þess sjöunda. Hápunktur ársins hjá Ólafi Stefánssyni var án nokkurs vafa seinni úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Quijote Arena í Ciudad Real 31. maí. Ólafur skoraði 8 mörk í leiknum og sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum í Þýskalandi. Ólafur var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real á árinu með því að vinna sinn fimmtánda og sextánda titil með félaginu frá því að hann kom til Spánar sumarið 2002. Auk þess að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn á fjórum árum þá varð liðið einnig spænskur meistari þriðja árið í röð. Það er athyglisvert að Ólafur var einnig kosinn Íþróttamaður ársins tvö ár í röð þegar hann skipti síðast um félag en hann fór frá Magdeburg til Ciudad Real árið 2002 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins 2002 og 2003. Ólafur fór til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen fyrir núverandi tímabil og hefur verið í aðalhlutverki hjá liðinu í sterkustu deild í heimi.Menn áratuganna í kosningu á Íþróttamanni ársins (Hér á eftir fer listi yfir þá sem hafa verið kosnir Íþróttamaður ársins oftar en tvisvar á sama áratug)1956-1959 Vilhjálmur Einarsson 3 sinnum1960-1969 Vilhjálmur Einarsson 2, Guðmundur Gíslason 21970-1979 Hreinn Halldórsson 3,1980-1989 Einar Vilhjálmsson 31990-1999 Jón Arnar Magnússon 2, Örn Arnarson 22000-2009 Ólafur Stefánsson 4, Eiður Smári Guðjohnsen 2
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira