Óskar Bjarni: Ekki fólskulegt brot Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2010 13:31 Óskar Bjarni Óskarsson á hliðarlínunni. Mynd/Valli Óskar Bjarni Óskarsson segir að brot Gunnars Berg Viktorssonar í leik Vals og Hauka í gær hafi ekki verið fólskulegt. Gunnar Berg fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Valsmanninum Fannari Þór Friðgeirssyni undir lok venjulegs leiktíma í leik liðanna í gær. Valur vann svo í framlengingu og jafnaði metin í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í 2-2. Liðin mætast í oddaleik um titilinn á morgun en Gunnar Berg var í morgun dæmdur í leikbann af aganefnd HSÍ fyrir að hafi brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir að brotið hafi ekki verið fólskulegt. „Ég er þó enginn sérfræðingur í því hvernig svona reglur eru túlkaðar og treysti mér ekki til að fella dóm um þetta. En ég var þó óviss um hvort hann yrði dæmdur í bann þar sem mér fannst brotið ekki fólskulegt og ekki með ásetningi." „Ég hefði viljað hafa Gunnar löglegan á morgun. Ég vil mæta besta liði Haukanna. En ég ætla þó ekki að eyða mikilli orku í þetta mál enda fæ ég engu breytt um það." Hann segir að það megi jafnvel endurskoða þessa reglugerð eftir að tímabilinu lýkur. „Það virðist vera öðruvísi hvernig tekið er á brotum sem framin eru á öðrum mínútum en þeirri síðustu. Menn geta framið miklu grófara brot á 20. mínútu leiksins og sloppið við leikbann ef um þeirra fyrsta rauða spjald á tímabilinu er að ræða." Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur við að missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. 7. maí 2010 13:09 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson segir að brot Gunnars Berg Viktorssonar í leik Vals og Hauka í gær hafi ekki verið fólskulegt. Gunnar Berg fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Valsmanninum Fannari Þór Friðgeirssyni undir lok venjulegs leiktíma í leik liðanna í gær. Valur vann svo í framlengingu og jafnaði metin í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í 2-2. Liðin mætast í oddaleik um titilinn á morgun en Gunnar Berg var í morgun dæmdur í leikbann af aganefnd HSÍ fyrir að hafi brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir að brotið hafi ekki verið fólskulegt. „Ég er þó enginn sérfræðingur í því hvernig svona reglur eru túlkaðar og treysti mér ekki til að fella dóm um þetta. En ég var þó óviss um hvort hann yrði dæmdur í bann þar sem mér fannst brotið ekki fólskulegt og ekki með ásetningi." „Ég hefði viljað hafa Gunnar löglegan á morgun. Ég vil mæta besta liði Haukanna. En ég ætla þó ekki að eyða mikilli orku í þetta mál enda fæ ég engu breytt um það." Hann segir að það megi jafnvel endurskoða þessa reglugerð eftir að tímabilinu lýkur. „Það virðist vera öðruvísi hvernig tekið er á brotum sem framin eru á öðrum mínútum en þeirri síðustu. Menn geta framið miklu grófara brot á 20. mínútu leiksins og sloppið við leikbann ef um þeirra fyrsta rauða spjald á tímabilinu er að ræða."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur við að missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. 7. maí 2010 13:09 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52
Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur við að missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. 7. maí 2010 13:09
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni