Meistarar Pittsburgh Steelers munu ekki verja titilinn sinn í NFL-deildinni í amerískum ruðningi en liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni.
Pittsburgh vann að vísu Miami í nótt, 30-24, en árangurinn dugði ekki til að komast áfram í úrslitakeppnina.
Minnesota Vikings sem Brett Favre leikur með tryggði sér sæti í 8-liða úrslitunum með stórsigri á New York Giants, 44-7, og þarf því ekki að taka þátt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Þessi lið munu annars mætast í fyrstu umferðinni en leikirnir fara fram 9. og 10. janúar:
Philadelphia - Dallas
Green Bay - Arizona
Baltimore - New England
NY Jets - Cincinnati
Þessi lið eru komin áfram í 8-liða úrslit:
Minnesota
New Orleans
San Diego
Indianapolis