Norðmenn takast á um ESB-aðild Íslands 1. október 2010 04:30 Hvaða áhrif hefði innganga Íslands? Lesa má um áhuga Norðmanna á aðildarumsókn Íslendinga á www.neitileu.no og á www.jasiden.no.fréttablaðið/klemens Norsk samtök, sem berjast með og á móti inngöngu Noregs í Evrópusambandið, styðja systursamtök sín á Íslandi á ýmsan hátt og stendur meðal annars yfir fjársöfnun fyrir Heimssýn, íslensku nei-samtökin. Á heimasíðu hins norska „Nei við ESB“ er fjallað um hugsanlega inngöngu Íslands. Þar segir að norsku samtökin miðli af þekkingu sinni og reynslu til Íslendinganna. Ferðalög og þýðingar kosti sitt: „Styðjið íslensku nei-hliðina með framlagi inn á samstöðureikning Nei við ESB,“ segir þar og númer bankareiknings fylgir. Á heimasíðu norsku Evrópuhreyfingarinnar er einnig fjallað um aðildarviðræður Íslands. Hreyfingin muni fylgjast vel með ferlinu og styðja við íslensku já-hliðina, ásamt Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfingunni. Ekki er að heyra á Páli Vilhjálmssyni, starfsmanni Heimssýnar, að söfnunin hafi skilað miklu. Félagið hafi fengið „sama og ekkert“ í aurum talið frá norsku samtökunum. Þó fór hópur frá Heimssýn á landsfund hjá norska nei-inu í fyrra og greiddu Norðmenn ferð og uppihald. Eins komu Norðmennirnir hingað með litla sendinefnd og greiddu sjálfir fyrir. „Þar kynntumst við því hvernig þeir skipulögðu baráttuna gegn ESB-samningnum 1994 og það var heilmikið á því að græða,“ segir Páll. Minna samstarf hafi verið við sænska og danska nei-ið, en frá dönsku samtökunum hafi þó Evrópuþingmaður, neikvæður í garð ESB, heimsótt Heimssýn á kostnað Evrópuþingsins. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands, segir samtökin enga peninga hafa fengið frá Norðmönnum. „Nei. Við vorum í samstarfi við norsku samtökin um fyrirlestur Joe Borg. Þau borguðu hluta kostnaðarins á móti okkur,“ segir hún en veit ekki nákvæmlega hvernig því var skipt. „Um leið funduðum við með stjórn norsku samtakanna um helgina, sem var mjög gagnlegt,“ segir hún. Einnig sé félagið í samstarfi við Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfinguna í gegnum íslensku Evrópusamtökin. Engin söfnun standi yfir hjá norsku já-hliðinni eins og hjá nei-hliðinni gagnvart Heimssýn. klemens@frettabladid.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Norsk samtök, sem berjast með og á móti inngöngu Noregs í Evrópusambandið, styðja systursamtök sín á Íslandi á ýmsan hátt og stendur meðal annars yfir fjársöfnun fyrir Heimssýn, íslensku nei-samtökin. Á heimasíðu hins norska „Nei við ESB“ er fjallað um hugsanlega inngöngu Íslands. Þar segir að norsku samtökin miðli af þekkingu sinni og reynslu til Íslendinganna. Ferðalög og þýðingar kosti sitt: „Styðjið íslensku nei-hliðina með framlagi inn á samstöðureikning Nei við ESB,“ segir þar og númer bankareiknings fylgir. Á heimasíðu norsku Evrópuhreyfingarinnar er einnig fjallað um aðildarviðræður Íslands. Hreyfingin muni fylgjast vel með ferlinu og styðja við íslensku já-hliðina, ásamt Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfingunni. Ekki er að heyra á Páli Vilhjálmssyni, starfsmanni Heimssýnar, að söfnunin hafi skilað miklu. Félagið hafi fengið „sama og ekkert“ í aurum talið frá norsku samtökunum. Þó fór hópur frá Heimssýn á landsfund hjá norska nei-inu í fyrra og greiddu Norðmenn ferð og uppihald. Eins komu Norðmennirnir hingað með litla sendinefnd og greiddu sjálfir fyrir. „Þar kynntumst við því hvernig þeir skipulögðu baráttuna gegn ESB-samningnum 1994 og það var heilmikið á því að græða,“ segir Páll. Minna samstarf hafi verið við sænska og danska nei-ið, en frá dönsku samtökunum hafi þó Evrópuþingmaður, neikvæður í garð ESB, heimsótt Heimssýn á kostnað Evrópuþingsins. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands, segir samtökin enga peninga hafa fengið frá Norðmönnum. „Nei. Við vorum í samstarfi við norsku samtökin um fyrirlestur Joe Borg. Þau borguðu hluta kostnaðarins á móti okkur,“ segir hún en veit ekki nákvæmlega hvernig því var skipt. „Um leið funduðum við með stjórn norsku samtakanna um helgina, sem var mjög gagnlegt,“ segir hún. Einnig sé félagið í samstarfi við Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfinguna í gegnum íslensku Evrópusamtökin. Engin söfnun standi yfir hjá norsku já-hliðinni eins og hjá nei-hliðinni gagnvart Heimssýn. klemens@frettabladid.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira