Körfubolti

Nonni Mæju: Þetta var mjög sætt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Ólafur hefur hér gætur á Finni Atla.
Jón Ólafur hefur hér gætur á Finni Atla. Mynd/Daníel

Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, var eins og svo oft áður með betri leikmönnum Snæfells í dag. Þessi afar vanmetni leikmaður var brosmildur er blaðamaður Vísis hitti hann eftir leik.

„Þetta var mjög sætt. Þetta var djöfull erfitt samt því þeir berjast út í eitt. Við börðumst ekki nóg í síðasta leik og við ákváðum að mæta til leiks núna og berjast af sama krafti og þeir. Það gekk eftir," sagði Nonni kátur.

„Þessi leikur minnti mig svolítið á seríurnar 2006 og 2007. Þá var þetta bara barningur og liðin rétt að skora um 60 stig. Menn voru ekki að hitta vel," sagði Nonni en leikmenn Snæfells sýndu enn eina ferðina hversu sterkar taugar þeir hafa í jöfnum leikjum.

„Við höfum verið sterkir andlega og þessar tvær þriggja stiga körfur frá Berkins hjálpuðu okkur mjög mikið. Við vorum teknir í bakaríið síðast á heimavelli en núna vitum við hvað þarf að gera og þurfum að halda áfram á þennan hátt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×