Forðuðust að spilla sök 26. apríl 2010 03:15 „Varla þarf að ræða það að Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólfur Guðmundsson og Bakkavararbræðurnir [Ágúst og Lýður Guðmundssynir] réðu ekki við eignarhald á bönkunum. Sjálfir voru þeir í fararbroddi við hömlulausa þenslu útlána sem felldu bankana,“ segir í 8. kafla skýrslu rannsóknarnefndar. fréttablaðið/Vilhelm Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis setji fram mikið af upplýsingum um vafasama viðskiptahætti aðaleigenda bankanna og eignarhaldsfélaga þeirra lagði nefndin litla áherslu á að taka skýrslur af þessum sömu aðilum. Þó var áhersla lögð á að ræða við þá um samskipti þeirra við stjórnvöld þar sem störf stjórnvalda voru í brennidepli nefndarinnar. Viðmælendur Fréttablaðsins meðal lögmanna segja að skýringarinnar á þessu sé að leita í 14. grein laga um störf rannsóknarnefndarinnar. Þar segir: „Ekki er heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum." Ítarlegar skýrslutökur hjá nefndinni hefðu þess vegna getað valdið sakarspjöllum og getað dregið úr líkum á að þessir aðilar fengju refsidóma. Slíkar skýrslur hefðu aðeins flækt réttarstöðuna, þrengt möguleika sérstaks saksóknara og auðveldað lögmönnum sakborninga að halda gögnum og upplýsingum utan við dómsalinn. Sem dæmi er nefnt að í yfirheyrslu sinni yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, aðaleiganda Glitnis, virðist nefndin eingöngu hafa spurt um aðdraganda þess að ríkið yfirtók hlutabréf í Glitni. Ekki virðist hafa verið spurt um viðskipti sem Jón Ásgeir tók þátt í, aðeins þessi samskipti hans við stjórnvöld í aðdraganda yfirtökunnar. Störf stjórnvalda voru enda í brennidepli nefndarinnar og niðurstaðan varð sú að þau hefðu vanrækt starfsskyldur sínar. Markmið nefndarinnar var að afla gagna svo að Alþingi gæti ákveðið hvort tilefni væri til frekari aðgerða gegn stjórnvöldum; ráðherrum og embættismönnum. Lögreglurannsóknir og saksókn yfir viðskiptamönnum voru annað mál, á könnu sérstaks saksóknara. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira
Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis setji fram mikið af upplýsingum um vafasama viðskiptahætti aðaleigenda bankanna og eignarhaldsfélaga þeirra lagði nefndin litla áherslu á að taka skýrslur af þessum sömu aðilum. Þó var áhersla lögð á að ræða við þá um samskipti þeirra við stjórnvöld þar sem störf stjórnvalda voru í brennidepli nefndarinnar. Viðmælendur Fréttablaðsins meðal lögmanna segja að skýringarinnar á þessu sé að leita í 14. grein laga um störf rannsóknarnefndarinnar. Þar segir: „Ekki er heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum." Ítarlegar skýrslutökur hjá nefndinni hefðu þess vegna getað valdið sakarspjöllum og getað dregið úr líkum á að þessir aðilar fengju refsidóma. Slíkar skýrslur hefðu aðeins flækt réttarstöðuna, þrengt möguleika sérstaks saksóknara og auðveldað lögmönnum sakborninga að halda gögnum og upplýsingum utan við dómsalinn. Sem dæmi er nefnt að í yfirheyrslu sinni yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, aðaleiganda Glitnis, virðist nefndin eingöngu hafa spurt um aðdraganda þess að ríkið yfirtók hlutabréf í Glitni. Ekki virðist hafa verið spurt um viðskipti sem Jón Ásgeir tók þátt í, aðeins þessi samskipti hans við stjórnvöld í aðdraganda yfirtökunnar. Störf stjórnvalda voru enda í brennidepli nefndarinnar og niðurstaðan varð sú að þau hefðu vanrækt starfsskyldur sínar. Markmið nefndarinnar var að afla gagna svo að Alþingi gæti ákveðið hvort tilefni væri til frekari aðgerða gegn stjórnvöldum; ráðherrum og embættismönnum. Lögreglurannsóknir og saksókn yfir viðskiptamönnum voru annað mál, á könnu sérstaks saksóknara. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira