Umfjöllun: Valsstúlkur með nauman sigur gegn Fram Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 18. apríl 2010 18:02 Úr leiknum í dag. Mynd/Daníel Valsstúlkur sigruðu Fram, 20-19, í fyrsta slag Reykjavíkurliðanna í úrslitaviðureign N1-deild kvenna í handbolta. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni og náðu Valsstúlkur að klára leikinn undir lokin en þær voru ávalt skrefinu á undan Fram í leiknum. Eins og við mátti búast var hart slegist frá fyrstu mínútu í Vodafone-höllinni í dag. Liðin virkuðu bæði einbeitt og stelpurnar klárar í slagsmálin um bikarinn eftirsótta. Fram-liðið missti aðeins taktinn eftir góða byrjun og heimastúlkur tóku yfirhöndina. Bæði lið spiluðu góða vörn og markverðir beggja liða stóðu vaktina vel. Íris Björk Símonardóttir varði í nokkur skipti með tilþrifum í markinu hjá Fram. Ansi lítið var skorað í fyrriháfleik og voru markverðirnir í sviðljósinu. Þær Íris Björk Símonardóttir og Berglind Íris Hansdóttir markverðir liðanna báðar með 10 skot varin. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 9-7. Karen Knútsdóttir hrökk í gang eftir hálfleiksræðu Einars Jónssonar. Framsstúlkur skoruðu þrjú fyrstu mörkin og skoraði Karen þar af tvö af þeim en það voru fyrstu mörkin hennar í leiknum. Valsstúlkur svöruðu strax með góðum sóknarleik og tóku aftur forystuna í leiknum. Leikurinn var mjög jafn og fylgdust liðin að mest allan síðari hálfleik. Mikið stress byrjaði að hafa áhrif á bæði lið fljótlega í seinni hálfleiknum og mikið af klaufalegum atvikum hjá báðum liðum litu dagsins ljós. Lokamínútur leiksins voru mjög spennandi. Valsstúlkur voru einu marki yfir þegar að mínúta var eftir á klukkunni en Fram-liðið með boltann. Frábær vörn hjá heimastúlkum gerði það að verkum að gestirnir fundu ekki leiðina að markinu til að jafna og þar sem sigurinn í höfn. Lokatölur sem fyrr segir 20-19 Val í vil og þær leiða nú rimmuna 1-0 yfir eftir leikinn í dag. Varnarleikur Vals var lykilinn að sigri þeirra í leiknum sem og góð markvarsla Berglindar Hansdóttur sem að varði fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Vals var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fimm mörk. Gestirnir í Fram áttu slakan dag sóknarlega en stóðu vörnin vel mest allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti flottan dag í markinu líkt og Berglind en hún varði einnig fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Fram var Pavla Nevarilova með fimm mörk. Valur-Fram 20-19 (9-7) Mörk Vals (skot): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5/2 (9/2), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (6), Arndís María Einarsdóttir 2 (2), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (5), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (7/1), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 15/1Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka, Hildigunnur, Arndís)Fiskuð víti: 3 (Anna 2, Hildigunnur)Utan vallar: 4 mín. Mörk Fram (skot): Pavla Nevarilova 5 (5), Karen Knútsdóttir 4/1 (13/1), Marthe Sördal 3 (3), Stella Sigurðardóttir 3 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (5/1), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1Hraðaupphlaup: 5 (Pavla 2, Karen, Stella, Marthe)Fiskuð víti: 2 (Karen, Stella)Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Arnar Sigurjónssomn og Svavar Ólafur Pétursson, áttu fínan dag. Olís-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Valsstúlkur sigruðu Fram, 20-19, í fyrsta slag Reykjavíkurliðanna í úrslitaviðureign N1-deild kvenna í handbolta. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni og náðu Valsstúlkur að klára leikinn undir lokin en þær voru ávalt skrefinu á undan Fram í leiknum. Eins og við mátti búast var hart slegist frá fyrstu mínútu í Vodafone-höllinni í dag. Liðin virkuðu bæði einbeitt og stelpurnar klárar í slagsmálin um bikarinn eftirsótta. Fram-liðið missti aðeins taktinn eftir góða byrjun og heimastúlkur tóku yfirhöndina. Bæði lið spiluðu góða vörn og markverðir beggja liða stóðu vaktina vel. Íris Björk Símonardóttir varði í nokkur skipti með tilþrifum í markinu hjá Fram. Ansi lítið var skorað í fyrriháfleik og voru markverðirnir í sviðljósinu. Þær Íris Björk Símonardóttir og Berglind Íris Hansdóttir markverðir liðanna báðar með 10 skot varin. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 9-7. Karen Knútsdóttir hrökk í gang eftir hálfleiksræðu Einars Jónssonar. Framsstúlkur skoruðu þrjú fyrstu mörkin og skoraði Karen þar af tvö af þeim en það voru fyrstu mörkin hennar í leiknum. Valsstúlkur svöruðu strax með góðum sóknarleik og tóku aftur forystuna í leiknum. Leikurinn var mjög jafn og fylgdust liðin að mest allan síðari hálfleik. Mikið stress byrjaði að hafa áhrif á bæði lið fljótlega í seinni hálfleiknum og mikið af klaufalegum atvikum hjá báðum liðum litu dagsins ljós. Lokamínútur leiksins voru mjög spennandi. Valsstúlkur voru einu marki yfir þegar að mínúta var eftir á klukkunni en Fram-liðið með boltann. Frábær vörn hjá heimastúlkum gerði það að verkum að gestirnir fundu ekki leiðina að markinu til að jafna og þar sem sigurinn í höfn. Lokatölur sem fyrr segir 20-19 Val í vil og þær leiða nú rimmuna 1-0 yfir eftir leikinn í dag. Varnarleikur Vals var lykilinn að sigri þeirra í leiknum sem og góð markvarsla Berglindar Hansdóttur sem að varði fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Vals var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fimm mörk. Gestirnir í Fram áttu slakan dag sóknarlega en stóðu vörnin vel mest allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti flottan dag í markinu líkt og Berglind en hún varði einnig fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Fram var Pavla Nevarilova með fimm mörk. Valur-Fram 20-19 (9-7) Mörk Vals (skot): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5/2 (9/2), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (6), Arndís María Einarsdóttir 2 (2), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (5), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (7/1), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 15/1Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka, Hildigunnur, Arndís)Fiskuð víti: 3 (Anna 2, Hildigunnur)Utan vallar: 4 mín. Mörk Fram (skot): Pavla Nevarilova 5 (5), Karen Knútsdóttir 4/1 (13/1), Marthe Sördal 3 (3), Stella Sigurðardóttir 3 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (5/1), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1Hraðaupphlaup: 5 (Pavla 2, Karen, Stella, Marthe)Fiskuð víti: 2 (Karen, Stella)Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Arnar Sigurjónssomn og Svavar Ólafur Pétursson, áttu fínan dag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira