Verður yfirheyrður hjá saksóknara í dag 19. ágúst 2010 06:00 Handtökuskipun Alþjóðalögreglan Interpol gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði Einarssyni 11. maí. Hún hefur nú verið felld úr gildi. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins, segir að alþjóðleg handtökuskipun sem Interpol gaf út á hendur Sigurði að ósk Sérstaks saksóknara hafi verið felld úr gildi. Hvorki Ólafur né Gestur vildu tjá sig um hvort samkomulag hafi verið gert við Sigurð um heimkomuna. Niðurfelling handtökubeiðninnar, og sú staðreynd að Sigurður var ekki handtekinn strax við komuna til landsins, benda þó til þess að einhvers konar samkomulag hafi náðst, samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fljótlega eftir að handtökuskipunin var gefin út, sagðist Sigurður viljugur til að mæta í yfirheyrslur gegn því skilyrði að hann yrði ekki handtekinn. Spurður hvort þriggja mánaða töf á því að hægt væri að yfirheyra Sigurð hafi skaðað eða tafið rannsókn á meintum brotum í starfsemi Kaupþings sagði Ólafur að ágætur framgangur hafi orðið í rannsókninni. Þó að ekki takist að framkvæma einn þátt rannsóknarinnar eins hratt og hugsast gæti sé hægt að vinna að öðrum þáttum málsins. Haft var eftir Ólafi í Fréttablaðinu fyrir viku að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í rannsókninni á Kaupþingi. Málið væri orðið stærra og flóknara en áður hafi verið talið. Interpol gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði 11. maí síðastliðinn að beiðni embættis sérstaks saksóknara. Þá hafði Sigurður hundsað óskir saksóknara um að koma sjálfviljugur til landsins til yfirheyrslu. Þrátt fyrir handtökuskipunina töldu bresk löggæsluyfirvöld sig ekki hafa heimild til að handtaka Sigurð á grundvelli hennar. Var vísað til þess að Ísland hefði ekki fullgilt Evrópusamning um handtöku og framsal grunaðra og dæmdra manna. Þrír af æðstu stjórnendum Kaupþings voru handteknir í byrjun maí vegna rannsóknar á meintum brotum þeirra. Þeir voru hnepptir í gæsluvarðhald, og eftir að því lauk voru þeir auk fjórða manns úrskurðaðir í farbann, sem nú er runnið út. Til stóð að yfirheyra Sigurð um svipað leyti, en hann kom ekki til yfirheyrslu. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins, segir að alþjóðleg handtökuskipun sem Interpol gaf út á hendur Sigurði að ósk Sérstaks saksóknara hafi verið felld úr gildi. Hvorki Ólafur né Gestur vildu tjá sig um hvort samkomulag hafi verið gert við Sigurð um heimkomuna. Niðurfelling handtökubeiðninnar, og sú staðreynd að Sigurður var ekki handtekinn strax við komuna til landsins, benda þó til þess að einhvers konar samkomulag hafi náðst, samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fljótlega eftir að handtökuskipunin var gefin út, sagðist Sigurður viljugur til að mæta í yfirheyrslur gegn því skilyrði að hann yrði ekki handtekinn. Spurður hvort þriggja mánaða töf á því að hægt væri að yfirheyra Sigurð hafi skaðað eða tafið rannsókn á meintum brotum í starfsemi Kaupþings sagði Ólafur að ágætur framgangur hafi orðið í rannsókninni. Þó að ekki takist að framkvæma einn þátt rannsóknarinnar eins hratt og hugsast gæti sé hægt að vinna að öðrum þáttum málsins. Haft var eftir Ólafi í Fréttablaðinu fyrir viku að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í rannsókninni á Kaupþingi. Málið væri orðið stærra og flóknara en áður hafi verið talið. Interpol gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði 11. maí síðastliðinn að beiðni embættis sérstaks saksóknara. Þá hafði Sigurður hundsað óskir saksóknara um að koma sjálfviljugur til landsins til yfirheyrslu. Þrátt fyrir handtökuskipunina töldu bresk löggæsluyfirvöld sig ekki hafa heimild til að handtaka Sigurð á grundvelli hennar. Var vísað til þess að Ísland hefði ekki fullgilt Evrópusamning um handtöku og framsal grunaðra og dæmdra manna. Þrír af æðstu stjórnendum Kaupþings voru handteknir í byrjun maí vegna rannsóknar á meintum brotum þeirra. Þeir voru hnepptir í gæsluvarðhald, og eftir að því lauk voru þeir auk fjórða manns úrskurðaðir í farbann, sem nú er runnið út. Til stóð að yfirheyra Sigurð um svipað leyti, en hann kom ekki til yfirheyrslu. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira