Opnunarhátíð Hörpu í maí 28. september 2010 07:30 starfsemi kynnt Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. fréttablaðið/valli Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 4. maí 2011. Hönnun og fyrirhuguð starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í húsinu í gær. Starfsemin hefst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 4. maí 2011 þar sem Vladimir Ashkenazy verður stjórnandi. Sjónvarpað verður frá opnunarkvöldinu 13. maí þar sem fjölmargir íslenskir tónlistarmenn koma fram. Opið hús verður 14. og 15. maí með fjölda listamanna og tónlistaratriðum í öllum sölum hússins og hinn 21. maí stígur tenórinn heimsfrægi, Jonas Kaufmann, á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Sumarið 2011 verður sýndur söngleikurinn Chess, auk þess sem samstarf verður við tónlistarhús á Norðurlöndunum um komu fremstu sinfóníuhljómsveita heims í Hörpu. Húsið hefur einnig verið bókað fyrir stórar erlendar ráðstefnur til ársins 2015. „Tónlistarlífið á Íslandi verður aldrei hið sama eftir að Harpa verður opnuð. Þessi framkvæmd sýnir að draumar rætast ef menn hafa nógu mikla trú á þeim og gefast ekki upp,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. „Það er vel við hæfi að Vladimir Ashkenazy stjórni fyrstu tónleikunum því hann hefur unnið gott verk í að láta þessa hugmynd verða að veruleika.“ Ashkenazy segist vera ótrúlega spenntur fyrir því að húsið sé loksins að líta dagsins ljós. Hann segir að hugmyndin að húsinu eigi rætur sínar að rekja til ársins 1985 þegar Fílharmoníusveit London spilaði í Laugardalshöll, þar sem hljómburðurinn þótti ekki nógu góður. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er að sjálfsögðu spenntur fyrir komandi tímum. „Við hjá Sinfóníunni erum bæði þakklát og glöð yfir því að við séum að stíga þetta skref. Sinfóníuhljómsveitin fær nú loksins tækifæri til að komast á næsta stig og verða á meðal fremstu hljómsveita Evrópu.“ Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 4. maí 2011. Hönnun og fyrirhuguð starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í húsinu í gær. Starfsemin hefst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 4. maí 2011 þar sem Vladimir Ashkenazy verður stjórnandi. Sjónvarpað verður frá opnunarkvöldinu 13. maí þar sem fjölmargir íslenskir tónlistarmenn koma fram. Opið hús verður 14. og 15. maí með fjölda listamanna og tónlistaratriðum í öllum sölum hússins og hinn 21. maí stígur tenórinn heimsfrægi, Jonas Kaufmann, á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Sumarið 2011 verður sýndur söngleikurinn Chess, auk þess sem samstarf verður við tónlistarhús á Norðurlöndunum um komu fremstu sinfóníuhljómsveita heims í Hörpu. Húsið hefur einnig verið bókað fyrir stórar erlendar ráðstefnur til ársins 2015. „Tónlistarlífið á Íslandi verður aldrei hið sama eftir að Harpa verður opnuð. Þessi framkvæmd sýnir að draumar rætast ef menn hafa nógu mikla trú á þeim og gefast ekki upp,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. „Það er vel við hæfi að Vladimir Ashkenazy stjórni fyrstu tónleikunum því hann hefur unnið gott verk í að láta þessa hugmynd verða að veruleika.“ Ashkenazy segist vera ótrúlega spenntur fyrir því að húsið sé loksins að líta dagsins ljós. Hann segir að hugmyndin að húsinu eigi rætur sínar að rekja til ársins 1985 þegar Fílharmoníusveit London spilaði í Laugardalshöll, þar sem hljómburðurinn þótti ekki nógu góður. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er að sjálfsögðu spenntur fyrir komandi tímum. „Við hjá Sinfóníunni erum bæði þakklát og glöð yfir því að við séum að stíga þetta skref. Sinfóníuhljómsveitin fær nú loksins tækifæri til að komast á næsta stig og verða á meðal fremstu hljómsveita Evrópu.“
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira