Opnar íslenskt kaffihús í Kaupmannahöfn í sumar 19. júní 2010 10:00 Dóra Takefusa Stækkar veldi sitt í Kaupmannhöfn og opnar nú nýtt kaffihús en fyrir á hún barinn Jolene. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir hefur áður hannað staðina Boston og Austur. Fréttablaðið/Hari Athafnakonan Dóra Takefusa opnar nýtt kaffihús í Kaupmannahöfn um miðjan júlí. Framkvæmdir eru í fullum gangi í flottu húsnæði á Norðurbrú og hönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sér um að hanna staðinn. „Aðalástæðan fyrir að ég réðst í þetta verkefni var að ég hef ekki beint fundið kaffihús sem hentar mér og mínum, Kaffihúsið verður heimilislegt, þægilegt, barnvænt og með góðu kaffi," segir Dóra sem er búin að koma sér vel fyrir í kóngsins Kaupmannahöfn. Dóra á nú þegar barinn Jolene sem hefur gengið mjög vel. Kaffihúsið mun bera nafnið LYST eða löngun á íslensku og mun Ísland setja sinn svip á staðinn. Dóra hefur fengið leyfi til að flytja inn kaffibaunir frá Te og Kaffi og verður hún með kaffimatseðil frá þeim. „Danir eru ekki með neitt sérstaklega gott úrval af kaffitegundum. Það er bara latte og cappuccino en ég ætla mér að hafa fjölbreyttan og skemmtilegan kaffimatseðil eins og Te og Kaffi býður upp á. Ég hef fulla trú á að íslenska kaffið slái í gegn hér," segir Dóra. Dóra fékk Hrafnhildi með sér í lið og þræða þær stöllur nú flóamarkaði borgarinnar í leit að húsgögnum og gömlum flottum munum. Hrafnhildur hefur áður hannað staðina Boston og Austur og segir Dóra að þær stefni á að hafa engin ný húsgögn. „Ég vil hafa staðinn með persónuleika og öðruvísi en önnur kaffihús." Meðal annars verða borðin úr gömlum gólffjölum og eldhús staðarins er venjulegt heimiliseldhús en boðið verður upp á léttan matseðil. „Ég ætla að leggja mikið upp úr að hafa staðinn að mestu leyti lífrænan og endurunninn, matseðilinn og innréttingarnar." Á kaffihúsinu verður sérstakt föndurherbergi fyrir börn en hún var komin með leiða á því að fara með fulla tösku af litabókum í hvert sinn sem hún ætlaði að fara á kaffihús með dóttur sína. „Þetta verður enginn leikskóli en börnin geta setið í sérstöku herbergi, drukkið sitt kakó og föndrað á meðan foreldrarnir slappa af og drekka kaffi." Dóru líkar vel við lífið í Kaupmannahöfn og segist ekkert vera á leiðinni heim í bráð. „Ég stefni þó á að koma einhvern tíma heim en ekki í nánustu framtíð." alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Athafnakonan Dóra Takefusa opnar nýtt kaffihús í Kaupmannahöfn um miðjan júlí. Framkvæmdir eru í fullum gangi í flottu húsnæði á Norðurbrú og hönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sér um að hanna staðinn. „Aðalástæðan fyrir að ég réðst í þetta verkefni var að ég hef ekki beint fundið kaffihús sem hentar mér og mínum, Kaffihúsið verður heimilislegt, þægilegt, barnvænt og með góðu kaffi," segir Dóra sem er búin að koma sér vel fyrir í kóngsins Kaupmannahöfn. Dóra á nú þegar barinn Jolene sem hefur gengið mjög vel. Kaffihúsið mun bera nafnið LYST eða löngun á íslensku og mun Ísland setja sinn svip á staðinn. Dóra hefur fengið leyfi til að flytja inn kaffibaunir frá Te og Kaffi og verður hún með kaffimatseðil frá þeim. „Danir eru ekki með neitt sérstaklega gott úrval af kaffitegundum. Það er bara latte og cappuccino en ég ætla mér að hafa fjölbreyttan og skemmtilegan kaffimatseðil eins og Te og Kaffi býður upp á. Ég hef fulla trú á að íslenska kaffið slái í gegn hér," segir Dóra. Dóra fékk Hrafnhildi með sér í lið og þræða þær stöllur nú flóamarkaði borgarinnar í leit að húsgögnum og gömlum flottum munum. Hrafnhildur hefur áður hannað staðina Boston og Austur og segir Dóra að þær stefni á að hafa engin ný húsgögn. „Ég vil hafa staðinn með persónuleika og öðruvísi en önnur kaffihús." Meðal annars verða borðin úr gömlum gólffjölum og eldhús staðarins er venjulegt heimiliseldhús en boðið verður upp á léttan matseðil. „Ég ætla að leggja mikið upp úr að hafa staðinn að mestu leyti lífrænan og endurunninn, matseðilinn og innréttingarnar." Á kaffihúsinu verður sérstakt föndurherbergi fyrir börn en hún var komin með leiða á því að fara með fulla tösku af litabókum í hvert sinn sem hún ætlaði að fara á kaffihús með dóttur sína. „Þetta verður enginn leikskóli en börnin geta setið í sérstöku herbergi, drukkið sitt kakó og föndrað á meðan foreldrarnir slappa af og drekka kaffi." Dóru líkar vel við lífið í Kaupmannahöfn og segist ekkert vera á leiðinni heim í bráð. „Ég stefni þó á að koma einhvern tíma heim en ekki í nánustu framtíð." alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira