Bedroom Community: fimm stjörnur 18. maí 2010 08:15 Tónleikar Bedroom Community í Þjóðleikhúsinu voru stórkostlegir. Hvalskoðunin er vísun í plötur Bedroom Community, en þær hafa útgáfunúmerin Hvalur 1 – Hvalur 9. Ein stór fjölskyldaTónleikar ***** Bedroom Community - The Whale Watching Tour Þjóðleikhúsið 16. maí Listahátíð í Reykjavík Valgeir Sigurðsson stofnaði Bedroom Community fyrir fjórum árum. Síðan hefur útgáfan sent frá sér níu plötur, sem eru hver annarri betri, haldið fjölmarga tónleika og m.a. staðið fyrir eftirminnilegum kvöldum á Iceland Airwaves-hátíðinni. Það mátti því búast við góðu þegar Hvalskoðunarferð þeirra Valgeirs, Nicos Muhly, Bens Frost og Sams Amidon lagði leið sína í Þjóðleikhúsið á sunnudagskvöldið.Á undan hinni eiginlegu Hval-skoðunardagskrá flutti Daníel Bjarnason ásamt hljómsveit tónlist af sinni verðlaunuðu plötu Processions, sem Bedroom Community gaf út í fyrra. Platan er frábær og það var gaman að heyra kafla bæði úr titilverkinu og hinu magnaða Bow To String.Hvalskoðunardagskráin sjálf hófst á titillagi Draumalandsplötu Valgeirs, en að því loknu komu tvö af verkum Nicos Muhly. Uppbygging tónleikanna var þannig að átta manna hljómsveit skipuð fyrrnefndum fjórmenningum og Unu Sveinbjarnardóttur á fiðlu, Nadiu Sirota á víólu, Borgari Magnússyni á kontrabassa og Helga Hrafni Jónssyni á básúnu og söng, flutti lög af plötum Valgeirs, Nicos, Bens og Sams, auk nýrra laga. Í stað þess að skipta dagskránni upp eftir höfundum var verkunum blandað, sem bjó til skemmtilegt yfirbragð. Kynningar Nicos Muhly á milli laga lífg-uðu líka upp á stemninguna, salurinn lá stundum í hláturskasti.Í grunninn eru tónlistarmennirnir hjá Bedroom Community ólíkir. Valgeir Sigurðsson fæst aðallega við raftónlist, Nico Muhly er nútímatónskáld, Ben Frost býr til ævintýralegan hávaðahljóðheim og Sam Amidon er þjóðlagasöngvari. Samt er ákveðið heildaryfirbragð yfir plötum útgáfunnar og það varð sterkara á tónleikunum þar sem öll lögin voru flutt af sömu hljómsveit og ákveðið flæði skapaðist á milli verka listamannanna.Þetta voru stórkostlegir tónleikar. Allir höfundarnir fengu að njóta sín og hljóðfæraleikararnir skiptust á að sýna snilld sína. Það var aldrei dauður punktur í þessari sextán laga dagskrá, en á meðal hápunkta fyrir mig má nefna nýja lagið hans Nicos (brjálaðir píanókaflar), Leo Needs A New Pair Of Shoes eftir Ben (sándið í kontrabassanum var ótrúlegt!), Focal Point Valgeirs, Keep in Touch eftir Nico og Hibakúsja eftir Ben, en það er gott dæmi um hávaðatöfrana sem hann skapar. Þá var lokalagið fyrir uppklapp, The Only Tune eftir Nico, sem Sam söng líka almagnað.Bedroom Community brýtur niður múra milli tónlistarheima og það var gaman að skoða hljóðfæraskipanina á sviðinu. Annars vegar voru hefðbundin hljómsveitarhljóðfæri (básúna, strengjahljóðfæri, flygill), hins vegar fartölvur og raftól.Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Hin hægláta, en örugga framrás sem hefur einkennt Bedroom Community heldur áfram.Trausti JúlíussonNiðurstaða: Valgeir Sigurðsson, Ben Frost, Nico Muhly og Sam Amidon rugluðu saman reitum sínum á áhrifamikinn og eftirminnilegan hátt í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöldið. Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Ein stór fjölskyldaTónleikar ***** Bedroom Community - The Whale Watching Tour Þjóðleikhúsið 16. maí Listahátíð í Reykjavík Valgeir Sigurðsson stofnaði Bedroom Community fyrir fjórum árum. Síðan hefur útgáfan sent frá sér níu plötur, sem eru hver annarri betri, haldið fjölmarga tónleika og m.a. staðið fyrir eftirminnilegum kvöldum á Iceland Airwaves-hátíðinni. Það mátti því búast við góðu þegar Hvalskoðunarferð þeirra Valgeirs, Nicos Muhly, Bens Frost og Sams Amidon lagði leið sína í Þjóðleikhúsið á sunnudagskvöldið.Á undan hinni eiginlegu Hval-skoðunardagskrá flutti Daníel Bjarnason ásamt hljómsveit tónlist af sinni verðlaunuðu plötu Processions, sem Bedroom Community gaf út í fyrra. Platan er frábær og það var gaman að heyra kafla bæði úr titilverkinu og hinu magnaða Bow To String.Hvalskoðunardagskráin sjálf hófst á titillagi Draumalandsplötu Valgeirs, en að því loknu komu tvö af verkum Nicos Muhly. Uppbygging tónleikanna var þannig að átta manna hljómsveit skipuð fyrrnefndum fjórmenningum og Unu Sveinbjarnardóttur á fiðlu, Nadiu Sirota á víólu, Borgari Magnússyni á kontrabassa og Helga Hrafni Jónssyni á básúnu og söng, flutti lög af plötum Valgeirs, Nicos, Bens og Sams, auk nýrra laga. Í stað þess að skipta dagskránni upp eftir höfundum var verkunum blandað, sem bjó til skemmtilegt yfirbragð. Kynningar Nicos Muhly á milli laga lífg-uðu líka upp á stemninguna, salurinn lá stundum í hláturskasti.Í grunninn eru tónlistarmennirnir hjá Bedroom Community ólíkir. Valgeir Sigurðsson fæst aðallega við raftónlist, Nico Muhly er nútímatónskáld, Ben Frost býr til ævintýralegan hávaðahljóðheim og Sam Amidon er þjóðlagasöngvari. Samt er ákveðið heildaryfirbragð yfir plötum útgáfunnar og það varð sterkara á tónleikunum þar sem öll lögin voru flutt af sömu hljómsveit og ákveðið flæði skapaðist á milli verka listamannanna.Þetta voru stórkostlegir tónleikar. Allir höfundarnir fengu að njóta sín og hljóðfæraleikararnir skiptust á að sýna snilld sína. Það var aldrei dauður punktur í þessari sextán laga dagskrá, en á meðal hápunkta fyrir mig má nefna nýja lagið hans Nicos (brjálaðir píanókaflar), Leo Needs A New Pair Of Shoes eftir Ben (sándið í kontrabassanum var ótrúlegt!), Focal Point Valgeirs, Keep in Touch eftir Nico og Hibakúsja eftir Ben, en það er gott dæmi um hávaðatöfrana sem hann skapar. Þá var lokalagið fyrir uppklapp, The Only Tune eftir Nico, sem Sam söng líka almagnað.Bedroom Community brýtur niður múra milli tónlistarheima og það var gaman að skoða hljóðfæraskipanina á sviðinu. Annars vegar voru hefðbundin hljómsveitarhljóðfæri (básúna, strengjahljóðfæri, flygill), hins vegar fartölvur og raftól.Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Hin hægláta, en örugga framrás sem hefur einkennt Bedroom Community heldur áfram.Trausti JúlíussonNiðurstaða: Valgeir Sigurðsson, Ben Frost, Nico Muhly og Sam Amidon rugluðu saman reitum sínum á áhrifamikinn og eftirminnilegan hátt í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöldið.
Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira