Körfubolti

Jón Halldór: Mínar stelpur vildu bara ekki vinna þennan leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Daníel
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur í leikslok eftir þriðja bikarsilfrið á fjórum árum. Keflavík tapaði einnig bikarúrslitaleiknum 2007 og 2009 undir hans stjórn og þetta er eini titilinn sem hann á eftir að vinna með kvennaliðinu.

„Þetta var ömurlegt," sagði Jón Halldór sem var fámáll eftir 77-83 tap á móti Haukum í bikarúrslitaleik kvenna í Laugardalshöllinni.

„Þær rústa okkur í fráköstunum og eru að taka 38 fleiri skot en við í þessum leik. Þar liggur bara munurinn," sagði Jón Halldór.

„Við vissum alveg að þær væru sterkar í fráköstunum en mínar stelpur stigu bara ekki út. Það vantaði alla einbeitingu í mitt lið og þær vildu bara ekki vinna þennan leik," sagði Jón Halldór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×