Vilja grafa hella og ísgöng í Langjökul 28. september 2010 04:30 Íshellir Hugmyndir eru uppi um að útbúa ísgöng og hella í Langjökli, þar sem þessi mynd er tekin. Fréttablaðið/Vilhelm Ísgöng og hellar í Langjökli gætu orðið nýjasta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn á Vesturlandi ef hugmyndir aðila í ferðaþjónustunni verða að veruleika. Verkfræðistofan Efla ásamt Icelandair Group og öðrum standa að undirbúningi verkefnisins, en vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið enn sem komið er, þar sem málið er enn á hugmyndastigi. Kynningarskjal varðandi verkefnið var sent bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð í síðustu viku, en enn hefur ekki verið tekin afstaða til hugmyndanna. Búist er við að nánari kynning fari fram á næsta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar sveitarfélagsins. Samkvæmt kynningarskjalinu er nú unnið að því að kanna möguleika á byggingu ganga í jöklinum og stefna aðstandendur að því, að fengnum rannsóknarleyfum, að grafa rannsóknargöng um 150 til 200 metra inn í ísinn. Þar verður fylgst með ýmsum þáttum svo sem vatni, sigi í ísnum, sprungum og fleiri atriðum, til að skera úr um framtíðarmöguleika ganganna. Næstu skref í verkefninu eru að stofna undirbúningsfélag til að halda utan um verkefnið. Icelandair Group hefur þegar ákveðið að leggja verkefninu til fjármagn, ef af verður, sem og Efla, en auk þess standa yfir viðræður við öflugt verktakafyrirtæki um að koma að verkinu. Einnig hefur Borgarbyggð verið boðið að koma að félaginu að einhverju leyti, til dæmis með aðstoð við undirbúning eða jafnvel fjárframlagi. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að fá sveitarfélagið að verkefninu til að „mynda sem öflugastan hóp um verkefnið“, eins og segir í fyrrnefndu skjali. Þar segir einnig að verði verkefnið að veruleika, fái ferðafólk tækifæri til að upplifa Langjökul á nýjan hátt og fræðast auk þess um jökla og áhrif hnattrænnar hlýnunar. Verði verkefnið að veruleika, bjóði göngin einnig upp á margs konar rannsóknir og hafa Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands sýnt áhuga á að koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Enn er óvíst hvort verkefnið verði að veruleika, en í kynningarskjalinu segir að það falli vel að þeim áherslum sem hafa verið innan ferðaþjónustunnar, það er að auka ferðalög til Íslands um vetrartímann. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Ísgöng og hellar í Langjökli gætu orðið nýjasta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn á Vesturlandi ef hugmyndir aðila í ferðaþjónustunni verða að veruleika. Verkfræðistofan Efla ásamt Icelandair Group og öðrum standa að undirbúningi verkefnisins, en vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið enn sem komið er, þar sem málið er enn á hugmyndastigi. Kynningarskjal varðandi verkefnið var sent bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð í síðustu viku, en enn hefur ekki verið tekin afstaða til hugmyndanna. Búist er við að nánari kynning fari fram á næsta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar sveitarfélagsins. Samkvæmt kynningarskjalinu er nú unnið að því að kanna möguleika á byggingu ganga í jöklinum og stefna aðstandendur að því, að fengnum rannsóknarleyfum, að grafa rannsóknargöng um 150 til 200 metra inn í ísinn. Þar verður fylgst með ýmsum þáttum svo sem vatni, sigi í ísnum, sprungum og fleiri atriðum, til að skera úr um framtíðarmöguleika ganganna. Næstu skref í verkefninu eru að stofna undirbúningsfélag til að halda utan um verkefnið. Icelandair Group hefur þegar ákveðið að leggja verkefninu til fjármagn, ef af verður, sem og Efla, en auk þess standa yfir viðræður við öflugt verktakafyrirtæki um að koma að verkinu. Einnig hefur Borgarbyggð verið boðið að koma að félaginu að einhverju leyti, til dæmis með aðstoð við undirbúning eða jafnvel fjárframlagi. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að fá sveitarfélagið að verkefninu til að „mynda sem öflugastan hóp um verkefnið“, eins og segir í fyrrnefndu skjali. Þar segir einnig að verði verkefnið að veruleika, fái ferðafólk tækifæri til að upplifa Langjökul á nýjan hátt og fræðast auk þess um jökla og áhrif hnattrænnar hlýnunar. Verði verkefnið að veruleika, bjóði göngin einnig upp á margs konar rannsóknir og hafa Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands sýnt áhuga á að koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Enn er óvíst hvort verkefnið verði að veruleika, en í kynningarskjalinu segir að það falli vel að þeim áherslum sem hafa verið innan ferðaþjónustunnar, það er að auka ferðalög til Íslands um vetrartímann. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira