Við kíktum í morgun á hótelið þar sem íslenski hópurinn dvelur.
Þar hittum við Emilíu Tómasdóttur hárgreiðslukonu, Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu, Elínu Reynisdóttur förðunarfræðing og Birnu Gyðu Björnsdóttur danshöfund áður en þær lögðu af stað í Telenor höllina í Osló á síðustu æfinguna sem fram fer í dag.
„Þetta er verður geðveikt gaman og frábær stemning," sagði Kristjana meðal annars áður en Birna sýnir okkur hvar kjóllinn hennar Heru er vandlega geymdur.