Aganefnd HSÍ dæmdi í gær markvörð HK, Sveinbjörn Pétursson, í tveggja leikja vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik Stjörnunnar og HK.
Stjörnumaðurinn Vilhjálmur Halldórsson fær aftur á móti eins leiks bann fyrir sinn þátt í umdeildu atviki sem átti sér stað í leiknum.
Vilhjálmur skaut þá í höfuð Sveinbjörns úr vítakasti. Sveinbjörn reiddist mjög í kjölfarið og réðst að Vilhjálmi.
Vildu margir meina að hann hefði þá átt að fá krossinn svokallaða en hann slapp með skrekkinn þá en ekki hjá aganefnd í gær.