Körfubolti

Keflvíkingar geta fyrstir lyft Sindra Stál-bikarnum í tíunda skipti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson kyssir hér Sindra Stál-bikarinn fyrir tveimur árum.
Magnús Þór Gunnarsson kyssir hér Sindra Stál-bikarinn fyrir tveimur árum.
Keflvíkingar geta í kvöld orðið fyrsta félagið sem vinnur Sindra Stál-bikarinn í tíunda skipti þegar Keflavík og Snæfell spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Sindra Stál gaf núverandi bikar í karlaflokki til keppninnar 1987 og Keflvíkingar unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn tveimur árum síðar. Keflavík hefur bætt við átta Íslandsmeistaratitlinum síðan þá þar af sex frá og með árinu 1997.

Fjórir fyrirliðar Keflavíkur hafa lyft Sindra Stál-bikarnum í þessi níu skipti sem félagið hefur unnið hann. Sigurður Ingimundarson var fyrirliði 1989 og 1992 en Guðjón Skúlason lyfti honum síðan fjórum sinnum frá 1993 til 2003.

Gunnar Einarsson var fyrirliði Íslandsmeistaraliðsins 2004 og 2005 og Magnús Þór Gunnarsson lyfti bikarnum síðastur fyrir tveimur árum. Nú er að sjá hvort Jón Norðdal Hafsteinsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins, bætist í þennan hóp í kvöld.

Handhafar Sindra Stáls-bikarsins 1987-2009:

1987 Njarðvík (1)

1988 Haukar (1)

1989 Keflavík (1)

1990 KR (1)

1991 Njarðvík (2)

1992 Keflavík (2)

1993 Keflavík (3)

1994 Njarðvík (3)

1995 Njarðvík (4)

1996 Grindavík (1)

1997 Keflavík (4)

1998 Njarðvík (5)

1999 Keflavík (5)

2000 KR (2)

2001 Njarðvík (6)

2002 Njarðvík (7)

2003 Keflavík (6)

2004 Keflavík (7)

2005 Keflavík (8)

2006 Njarðvík (8)

2007 KR (3)

2008 Keflavík (9)

2009 KR (4)

Samtals:

9 - Keflavík

8 - Njarðvík

4 - KR

1 - Haukar

1 - Grindavík

Fyrirliðar Íslandsmeistaraliða Keflavíkur:

1989 Keflavík (Sigurður Ingimundarson)

1992 Keflavík (Sigurður Ingimundarson)

1993 Keflavík (Guðjón Skúlason)

1997 Keflavík (Guðjón Skúlason)

1999 Keflavík (Guðjón Skúlason)

2003 Keflavík (Guðjón Skúlason)

2004 Keflavík (Gunnar Einarsson)

2005 Keflavík (Gunnar Einarsson)

2008 Keflavík (Magnús Þór Gunnarsson)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×