Geir Haarde klipptur út 20. október 2010 09:00 Umdeild mynd Inside Job verður frumsýnd hér á landi á næstunni. Leikstjóri myndarinnar, Charles Ferguson, notar Ísland sem formála að myndinni; það sem gerðist hér hafi í raun verið smækkuð og einfölduð mynd af því sem gerðist í Bandaríkjunum. NordicPhotos/Getty Heimildarmyndin Inside Job eftir Charles Ferguson verður frumsýnd hér á landi byrjun nóvember. Myndin fjallar um efnahagshrunið sem reið yfir heimsbyggðina. Í samtali við Fréttablaðið segist Ferguson vonast til að myndin varpi ljósi á hvað í raun og veru gerðist í aðdraganda fjármálahamfaranna. Merkilegt nokk þá byrjar Inside Job á Íslandi. Charles Ferguson upplýsir að hann hafi dvalist hér í heila viku og tekið viðtöl við marga þjóðþekkta einstaklinga úr þjóðmálaumræðunni en að endingu hafi aðeins Gylfi Zoëga og Andri Snær Magnason ratað í myndina. Meðal þeirra sem voru klipptir út var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Við áttum gott klukkutímalangt spjall. Því miður komst viðtalið ekki fyrir en bútar úr því voru í fyrstu útgáfu myndarinnar. Ég reikna með að viðtalsbúturinn verði á DVD-útgáfunni.“ Ferguson segir að dvöl sín hér á landi hafi verið einstök upplifun, hann hafi komið hingað í maí á síðasta ári og því upplifað hinar margrómuðu sumarnætur. Ástæðan fyrir því að Ísland er notað sem hálfgerður formáli að sjálfri myndinni er ósköp einföld, að sögn Fergusons. „Ísland er í raun og veru smækkuð og einföld útgáfa af því sem dró bandaríska efnahagskerfið niður; skortur á reglugerðum og eftirliti, samkrull viðskiptalífsins og stjórnmálanna og þessi áhættusækni,“ útskýrir Ferguson en Jón Ásgeir Jóhannesson er sérstaklega tekinn fyrir í myndinni, viðskiptahættir hans skoðaðir lauslega og farið yfir eignir hans, en þar á meðal voru einkaflugvél, þakíbúð í New York og einkasnekkja. Í myndinni kemur einnig fram að margir verðbréfasalar á Wall Street hafi verið illa haldnir af áhættusækni, þeir hafi mikið sótt í strípiklúbba og vændishús og kókaínneysla hafi verið áberandi hjá stórum hluta þeirra. Ferguson segist ekki vilja ganga svo langt að fullyrða að svipað hafi verið uppi á teningnum hérlendis, þetta sé einfaldlega hegðunarmynstur sem menn sækist í. „Ég skoðaði líka veðmálastarfsemina hjá þessum verðbréfasölum, því hún var gríðarleg á þessum tíma, en sú umfjöllun komst ekki að.“ Þulur myndarinnar er Matt Damon og rödd hans hefur sterka nærveru. Ferguson segist hafa notið samstarfsins við Hollywood-stjörnuna og hann hafi komið með sterka punkta. Hann segir jafnframt að enginn hafi reynt að stöðva dreifingu myndarinnar en sumir hafi reynt að draga sig út úr henni. „Við fengum hins vegar skriflegt leyfi hjá öllum og vorum því réttu megin hvað lög og reglur varðar.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Heimildarmyndin Inside Job eftir Charles Ferguson verður frumsýnd hér á landi byrjun nóvember. Myndin fjallar um efnahagshrunið sem reið yfir heimsbyggðina. Í samtali við Fréttablaðið segist Ferguson vonast til að myndin varpi ljósi á hvað í raun og veru gerðist í aðdraganda fjármálahamfaranna. Merkilegt nokk þá byrjar Inside Job á Íslandi. Charles Ferguson upplýsir að hann hafi dvalist hér í heila viku og tekið viðtöl við marga þjóðþekkta einstaklinga úr þjóðmálaumræðunni en að endingu hafi aðeins Gylfi Zoëga og Andri Snær Magnason ratað í myndina. Meðal þeirra sem voru klipptir út var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Við áttum gott klukkutímalangt spjall. Því miður komst viðtalið ekki fyrir en bútar úr því voru í fyrstu útgáfu myndarinnar. Ég reikna með að viðtalsbúturinn verði á DVD-útgáfunni.“ Ferguson segir að dvöl sín hér á landi hafi verið einstök upplifun, hann hafi komið hingað í maí á síðasta ári og því upplifað hinar margrómuðu sumarnætur. Ástæðan fyrir því að Ísland er notað sem hálfgerður formáli að sjálfri myndinni er ósköp einföld, að sögn Fergusons. „Ísland er í raun og veru smækkuð og einföld útgáfa af því sem dró bandaríska efnahagskerfið niður; skortur á reglugerðum og eftirliti, samkrull viðskiptalífsins og stjórnmálanna og þessi áhættusækni,“ útskýrir Ferguson en Jón Ásgeir Jóhannesson er sérstaklega tekinn fyrir í myndinni, viðskiptahættir hans skoðaðir lauslega og farið yfir eignir hans, en þar á meðal voru einkaflugvél, þakíbúð í New York og einkasnekkja. Í myndinni kemur einnig fram að margir verðbréfasalar á Wall Street hafi verið illa haldnir af áhættusækni, þeir hafi mikið sótt í strípiklúbba og vændishús og kókaínneysla hafi verið áberandi hjá stórum hluta þeirra. Ferguson segist ekki vilja ganga svo langt að fullyrða að svipað hafi verið uppi á teningnum hérlendis, þetta sé einfaldlega hegðunarmynstur sem menn sækist í. „Ég skoðaði líka veðmálastarfsemina hjá þessum verðbréfasölum, því hún var gríðarleg á þessum tíma, en sú umfjöllun komst ekki að.“ Þulur myndarinnar er Matt Damon og rödd hans hefur sterka nærveru. Ferguson segist hafa notið samstarfsins við Hollywood-stjörnuna og hann hafi komið með sterka punkta. Hann segir jafnframt að enginn hafi reynt að stöðva dreifingu myndarinnar en sumir hafi reynt að draga sig út úr henni. „Við fengum hins vegar skriflegt leyfi hjá öllum og vorum því réttu megin hvað lög og reglur varðar.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira