Slúðurmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram að söngkonan Jessica Simpson beri barn undir belti.
Hún virðist hafa blásið á allar þær kjaftasögur á þriðjudaginn en þá sást hún hella í sig alls konar tegundum af áfengi ásamt föður sínum og kærasta, Eric Johnson. Þremenningarnir voru staddir í New York þar sem Michael Bloomberg borgarstjóri sá um að kveikja á stærðarinnar jólatré í Rockefeller Center og Jessica söng fyrir gesti.
Annað hvort gerir söngkonan sér ekki grein fyrir því að áfengi er ekki hollt á meðgöngu eða hún er hreinlega bara ekkert ólétt.