Telur makrílveiðar Íslands og Færeyja óviðunandi 28. september 2010 00:15 Maria Damanaki Fordæmir makrílveiðar Íslendinga en vill ekki blanda þeim við aðildarviðræðurnar. nordicphotos/afp „Einhliða makríl-kvótar Færeyinga og Íslendinga eru ekkert minna en óviðunandi,“ sagði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, á blaðamannafundi eftir að sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkjanna höfðu rætt makríldeiluna á fundi í gær. Damanaki sagði veiðarnar langt umfram það sem löndin gætu krafist enda hefði Evrópusambandsríki og Noregur byggt upp makrílstofninn. Hún fullyrðir að veiðar Íslendinga og Færeyinga grafi undan tilraunum til að byggja upp sterkan makrílstofn. Damanaki sagði ESB tilbúið í átök vegna málsins en tók fram í ræðu sinni að framkvæmdastjórn ESB tengi deilurnar um makrílveiðar ekki við aðildarviðræður Íslands við sambandið. Ræða Damanaki kom í kjölfar fundar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB en þar voru veiðar Íslendinga og Færeyinga fordæmdar. Ráðherrarnir gáfu Damanaki skýrt umboð til að halda áfram samningaumleitunum í deilunni. Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands, sat fundinn fyrir hönd Bretlands. Hann sagði að ESB hefði sent skýr skilaboð um að veiðarnar yrðu ekki liðnar. Það yrði að koma í veg fyrir að þjóðir tækju sér einhliða kvóta úr tegundinni til að vernda þau samfélög sem á hana treysta. - shá Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Einhliða makríl-kvótar Færeyinga og Íslendinga eru ekkert minna en óviðunandi,“ sagði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, á blaðamannafundi eftir að sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkjanna höfðu rætt makríldeiluna á fundi í gær. Damanaki sagði veiðarnar langt umfram það sem löndin gætu krafist enda hefði Evrópusambandsríki og Noregur byggt upp makrílstofninn. Hún fullyrðir að veiðar Íslendinga og Færeyinga grafi undan tilraunum til að byggja upp sterkan makrílstofn. Damanaki sagði ESB tilbúið í átök vegna málsins en tók fram í ræðu sinni að framkvæmdastjórn ESB tengi deilurnar um makrílveiðar ekki við aðildarviðræður Íslands við sambandið. Ræða Damanaki kom í kjölfar fundar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB en þar voru veiðar Íslendinga og Færeyinga fordæmdar. Ráðherrarnir gáfu Damanaki skýrt umboð til að halda áfram samningaumleitunum í deilunni. Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands, sat fundinn fyrir hönd Bretlands. Hann sagði að ESB hefði sent skýr skilaboð um að veiðarnar yrðu ekki liðnar. Það yrði að koma í veg fyrir að þjóðir tækju sér einhliða kvóta úr tegundinni til að vernda þau samfélög sem á hana treysta. - shá
Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira