Magni lofar stórkostlegri Bræðslu 6. maí 2010 09:15 Sænsk/breska hljómsveitin Fanfarlo spilar á Bræðslunni í sumar. Þetta verður í sjötta sinn sem hátíðin er haldin. Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri fer fram í sjötta skipti helgina 23.-25. júlí og hefst miðasala í dag. „Þetta verður stórkostlegt," segir skipuleggjandinn, Magni Ásgeirsson, um hátíðina. „Við höfum aldrei verið jafnduglegir við að skipuleggja. Það eina sem á eftir að gera er að smíða sviðið," segir hann. „Ég vil hvetja fólk til að ná sér í miða. Þetta er ekki eins og á þjóðhátíð því þarna er ekki hægt að troða endalaust inn." Bræðslan hefur fest sig í sessi sem ein af áhugaverðari stoppistöðvum Íslands yfir sumarmánuðina. Í gegnum tíðina hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Damien Rice, Belle & Sebastian, Magni, Lay Low, Þursaflokkurinn og Megas og Senuþjófarnir. Í ár mæta til leiks Dikta, Fanfarlo, KK & Ellen, 200.000 Naglbítar og sigurvegarar Músíktilrauna, Of Monsters and Men. Fanfarlo er sænsk/bresk hljómsveit sem hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið. „Hún minnir mig á Belle & Sebastian og Talking Heads. Mér finnst þetta æðisleg hljómsveit," segir Magni. Hún hefur verið á tónleikaferð um Bandaríkin og kom á dögunum fram í spjallþætti Davids Letterman. Forsala á Bræðsluna hófst í dag á Midi.is og afgreiðslustöðum Midi.is. Verð aðgöngumiða í forsölu er 5.500 krónur og eru 800 aðgöngumiðar í boði. Verð aðgöngumiða við inngang verður 6.500. krónur. - fb Hér má sjá myndband við eitt vinsælasta lag Fanfarlo. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri fer fram í sjötta skipti helgina 23.-25. júlí og hefst miðasala í dag. „Þetta verður stórkostlegt," segir skipuleggjandinn, Magni Ásgeirsson, um hátíðina. „Við höfum aldrei verið jafnduglegir við að skipuleggja. Það eina sem á eftir að gera er að smíða sviðið," segir hann. „Ég vil hvetja fólk til að ná sér í miða. Þetta er ekki eins og á þjóðhátíð því þarna er ekki hægt að troða endalaust inn." Bræðslan hefur fest sig í sessi sem ein af áhugaverðari stoppistöðvum Íslands yfir sumarmánuðina. Í gegnum tíðina hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Damien Rice, Belle & Sebastian, Magni, Lay Low, Þursaflokkurinn og Megas og Senuþjófarnir. Í ár mæta til leiks Dikta, Fanfarlo, KK & Ellen, 200.000 Naglbítar og sigurvegarar Músíktilrauna, Of Monsters and Men. Fanfarlo er sænsk/bresk hljómsveit sem hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið. „Hún minnir mig á Belle & Sebastian og Talking Heads. Mér finnst þetta æðisleg hljómsveit," segir Magni. Hún hefur verið á tónleikaferð um Bandaríkin og kom á dögunum fram í spjallþætti Davids Letterman. Forsala á Bræðsluna hófst í dag á Midi.is og afgreiðslustöðum Midi.is. Verð aðgöngumiða í forsölu er 5.500 krónur og eru 800 aðgöngumiðar í boði. Verð aðgöngumiða við inngang verður 6.500. krónur. - fb Hér má sjá myndband við eitt vinsælasta lag Fanfarlo.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira