Hætta af erlendum lánum var vanmetin 12. apríl 2010 14:06 Rannsóknarnefndin segir ljóst er að hvatinn fyrir því að lána í erlendum myntum hafi meðal annars verið sá að auka við erlendar eignir bankanna, þar sem skuldir þeirra, það er fjármögnun, hafi fyrst og fremst verið í erlendum myntum. Bankarnir tóku ekki að fullu tillit til gjaldreyrisáhættu vegna lána í erlendum myntum, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.„Bankarnir tóku hærra hlutfall veða en umfram það var ekki litið nægjanlega til þess í hvaða mynt tekjuflæði viðkomandi lántaka var. Þá var lánað í miklum mæli í erlendum myntum fyrir innlendum markaðsverðbréfum, sem augljóslega voru með íslenskt tekjuflæði og verðáhættu í krónum," segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.Bent er á að vegna samfylgni innlends verðbréfamarkaðar og krónunnar hafi þetta reynst „sérstaklega áhættusöm" útlán. „Ekki verður séð að áhættan af þessum lánum hafi verið rétt metin. Það hafði aftur þær afleiðingar að þau voru ekki rétt verðlögð sem loks leiddi til þess að einstaklingar og fyrirtæki tóku þessi lán í of miklum mæli. Tap íslenska hagkerfisins af þessu er gífurlegt."Rannsóknarnefndin segir ljóst er að hvatinn fyrir því að lána í erlendum myntum hafi meðal annars verið sá að auka við erlendar eignir bankanna, þar sem skuldir þeirra, það er fjármögnun, hafi fyrst og fremst verið í erlendum myntum. Um leið bendir nefndin á að hafi viðskiptavinir bankanna ekki greiðslugetu, sem sveiflast með erlendu myntinni, þá megi færa rök fyrir því að lánin hafi ekki verið raunveruleg eign í erlendri mynt fyrir bankann.„Gengisáhættan sem bankinn hefði tekið með því að lána í krónum hvarf ekki við það að lána íslensku viðskiptavinunum í erlendri mynt. Áhættan breyttist einvörðungu úr gengisáhættu í skuldaraáhættu," segir í skýrslu nefndarinnar og til viðbótar bent á að útlánaáhættan hafi verið mjög samþjöppuð „þar sem gæði þessa hluta lánasafnsins voru svo háð einni breytu, það er gengi íslensku krónunnar". Aukinheldur hafi þessi uppbygging erlendra lána í framhaldinu aukið á hagstjórnarvanda stjórnvalda. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Bankarnir tóku ekki að fullu tillit til gjaldreyrisáhættu vegna lána í erlendum myntum, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.„Bankarnir tóku hærra hlutfall veða en umfram það var ekki litið nægjanlega til þess í hvaða mynt tekjuflæði viðkomandi lántaka var. Þá var lánað í miklum mæli í erlendum myntum fyrir innlendum markaðsverðbréfum, sem augljóslega voru með íslenskt tekjuflæði og verðáhættu í krónum," segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.Bent er á að vegna samfylgni innlends verðbréfamarkaðar og krónunnar hafi þetta reynst „sérstaklega áhættusöm" útlán. „Ekki verður séð að áhættan af þessum lánum hafi verið rétt metin. Það hafði aftur þær afleiðingar að þau voru ekki rétt verðlögð sem loks leiddi til þess að einstaklingar og fyrirtæki tóku þessi lán í of miklum mæli. Tap íslenska hagkerfisins af þessu er gífurlegt."Rannsóknarnefndin segir ljóst er að hvatinn fyrir því að lána í erlendum myntum hafi meðal annars verið sá að auka við erlendar eignir bankanna, þar sem skuldir þeirra, það er fjármögnun, hafi fyrst og fremst verið í erlendum myntum. Um leið bendir nefndin á að hafi viðskiptavinir bankanna ekki greiðslugetu, sem sveiflast með erlendu myntinni, þá megi færa rök fyrir því að lánin hafi ekki verið raunveruleg eign í erlendri mynt fyrir bankann.„Gengisáhættan sem bankinn hefði tekið með því að lána í krónum hvarf ekki við það að lána íslensku viðskiptavinunum í erlendri mynt. Áhættan breyttist einvörðungu úr gengisáhættu í skuldaraáhættu," segir í skýrslu nefndarinnar og til viðbótar bent á að útlánaáhættan hafi verið mjög samþjöppuð „þar sem gæði þessa hluta lánasafnsins voru svo háð einni breytu, það er gengi íslensku krónunnar". Aukinheldur hafi þessi uppbygging erlendra lána í framhaldinu aukið á hagstjórnarvanda stjórnvalda.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira