Brennimerktur Skítamóral fyrir lífstíð 21. desember 2010 09:00 Spennandi Arngrímur Fannar, nýr verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu með rafmagnaða tónlist sem sérsvið, segist hlakka til að taka þátt í uppbyggingu Hörpu.Fréttablaðið/Valli „Jú, jú, nú kemur þetta í röðum, Skímó og Sinfó, Land og synir og Sinfó. Maður á eftir að hygla sínum," segir Arngrímur Fannar Haraldsson, nýráðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, með rafmagnaða tónlist sem sérsvið eins og það er orðað í tilkynningu frá menningar- og tónlistarhúsinu. Arngrímur hefur störf í febrúar eftir að hafa starfað sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Vodafone og þar áður við viðburðastjórnun hjá Glitni. Hann er því öllum hnútum kunnugur í jakkafatadeildinni. Þekktastur er Arngrímur þó eflaust sem gítarleikarinn Addi Fannar úr hnakkabandinu Skítamóral. Skítamórall er án efa ein umdeildasta popphljómsveit seinni tíma. Sumir elskuðu hana, aðrir gengust upp í því að ausa yfir hana fúkyrðum í bæði ræðu og riti. Og því hafa eflaust einhverjir sjálfskipaðir menningarvitar fengið hland fyrir hjartað þegar þeir sáu að gítarleikarinn úr Skímó væri orðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, flottasta og dýrasta ráðstefnuhúsi Íslands, heimili Ashkenazy og Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Maður er brennimerktur fyrir lífstíð," segir Arngrímur og þykir þetta skondið. „Maður er náttúrlega klofinn persónuleiki, Addi Fannar í Skímó er annar persónuleikinn, hann er svona popparagosi og svo er það hinn, níu til fimm excel-nördið. Og mér hefur gengið nokkuð vel að halda þessum tveim aðskildum," segir Arngrímur og viðurkennir að það sé mikill munur á því að spila Farinn fyrir fullu húsi í Buffaló-bomsunum og að klæðast fínum lakkskóm í dagvinnunni. „Þetta gerir lífið bara skemmtilegt. Skímó hefur verið hobbý hjá mér síðustu tíu árin og við höfum spilað nokkuð mikið á þessu ári. En það verður klárlega minna um tónleikahald á því næsta." En þá að starfinu. Hlutverk Arngríms Fannars verður að koma að skipulagningu rafmagnaðrar tónlistar, poppaðrar og rokkaðrar, í húsinu og draga inn spennandi verkefni. Arngrímur segist hafa ákveðnar hugmyndir en honum hafi ekki gefist tækifæri til að skoða húsið né ákveða fyrstu skref. „Að öllu gamni slepptu finnst mér þetta alveg gríðarlega spennandi starf og það verður gaman að taka þátt í einhverju nýju." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
„Jú, jú, nú kemur þetta í röðum, Skímó og Sinfó, Land og synir og Sinfó. Maður á eftir að hygla sínum," segir Arngrímur Fannar Haraldsson, nýráðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, með rafmagnaða tónlist sem sérsvið eins og það er orðað í tilkynningu frá menningar- og tónlistarhúsinu. Arngrímur hefur störf í febrúar eftir að hafa starfað sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Vodafone og þar áður við viðburðastjórnun hjá Glitni. Hann er því öllum hnútum kunnugur í jakkafatadeildinni. Þekktastur er Arngrímur þó eflaust sem gítarleikarinn Addi Fannar úr hnakkabandinu Skítamóral. Skítamórall er án efa ein umdeildasta popphljómsveit seinni tíma. Sumir elskuðu hana, aðrir gengust upp í því að ausa yfir hana fúkyrðum í bæði ræðu og riti. Og því hafa eflaust einhverjir sjálfskipaðir menningarvitar fengið hland fyrir hjartað þegar þeir sáu að gítarleikarinn úr Skímó væri orðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, flottasta og dýrasta ráðstefnuhúsi Íslands, heimili Ashkenazy og Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Maður er brennimerktur fyrir lífstíð," segir Arngrímur og þykir þetta skondið. „Maður er náttúrlega klofinn persónuleiki, Addi Fannar í Skímó er annar persónuleikinn, hann er svona popparagosi og svo er það hinn, níu til fimm excel-nördið. Og mér hefur gengið nokkuð vel að halda þessum tveim aðskildum," segir Arngrímur og viðurkennir að það sé mikill munur á því að spila Farinn fyrir fullu húsi í Buffaló-bomsunum og að klæðast fínum lakkskóm í dagvinnunni. „Þetta gerir lífið bara skemmtilegt. Skímó hefur verið hobbý hjá mér síðustu tíu árin og við höfum spilað nokkuð mikið á þessu ári. En það verður klárlega minna um tónleikahald á því næsta." En þá að starfinu. Hlutverk Arngríms Fannars verður að koma að skipulagningu rafmagnaðrar tónlistar, poppaðrar og rokkaðrar, í húsinu og draga inn spennandi verkefni. Arngrímur segist hafa ákveðnar hugmyndir en honum hafi ekki gefist tækifæri til að skoða húsið né ákveða fyrstu skref. „Að öllu gamni slepptu finnst mér þetta alveg gríðarlega spennandi starf og það verður gaman að taka þátt í einhverju nýju." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp