Davíð Oddsson hótaði Tryggva Þór Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 12. apríl 2010 19:15 Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis. Rannsóknarskýrslan fer ítarlega yfr atburðarásina Glitnishelgina í lok september 2008 þegar ákveðið var að þjóðnýta Glitni. Kaflinn er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Seðlabankans þessa helgi: meðal annars hafi rannsókn á stöðu Glitnis verið ófullnægjandi,og Seðlabankinn ekki beitt heimild sem hann þó hafði - til að fara inn í Glitni og sækja sér upplýsingar. Davíð og fleiri töldu sig ekki hafa haft heimild til þess - því hafnar rannsóknarnefndin. Niðurstaða nefndarinnar: Seðlabankinn hafði ekki næga yfirsýn yfir stöðu Glitnis - og þar með ekki forsendur til að meta hvort hin afdrifaríka ákvörðun um þjóðnýtingu væri skynsamleg leið. Þessi vinnubrögð - kallar nefndin "verulega vanrækslu af hálfu bankastjórnar Seðlabankans." Tveimur dögum eftir að málið var frágengið - barst hins vegar Seðlabankanum yfirlit úr lánabók Glitnis yfir 30 stærstu skuldara bankans. Davíð segir þá svo frá: „Ég varð nú eiginlega fyrir „sjokki" þarna daginn eftir ... þá sé ég að eigandi bankans virðist í þeim tölum skulda 170 milljarða... Þá er forstjóri Fjármálaeftirlitsins staddur í bankanum og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður ... og sýndi honum þessar tölur, þar sem var sko Baugur, Gaumur og FL-Group og Landic Property ... þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: „Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir." Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: „Þú talar ekki svona við mig drengur." Þá gagnrýnir nefndin harðlega að engin skrifleg gögn voru til taks fyrir talsmenn Glitnis á sunnudagskvöldinu - þegar þeim var tilkynnt um 75% kaup ríkis á bankanum. Það kallar nefndin "ótæk vinnubrögð" af hálfu Seðlabankans. Þótt nefndin telji nú - að Seðlabankinn hafi í raun í illa undirbúnu flaustri tekið þessa afdrifaríku ákvörðun - var Davíð svo sannfærður um þjóðnýtingarleiðina - að hann var tilbúinn á sunnudagskvöldinu að beita öllum brögðum til að fá efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar - Tryggva Þór Herbertsson sem leist illa á hugmyndina - til að tala máli hennar. Þeir eiga einkasamtal inn á skrifstofu Davíðs, og segir Tryggvi svo frá fundinum: „Ég var rétt byrjaður, þá trylltist hann, sagði að ég væri að grafa undan tillögum hans og sagði: „Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. ... Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis. Rannsóknarskýrslan fer ítarlega yfr atburðarásina Glitnishelgina í lok september 2008 þegar ákveðið var að þjóðnýta Glitni. Kaflinn er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Seðlabankans þessa helgi: meðal annars hafi rannsókn á stöðu Glitnis verið ófullnægjandi,og Seðlabankinn ekki beitt heimild sem hann þó hafði - til að fara inn í Glitni og sækja sér upplýsingar. Davíð og fleiri töldu sig ekki hafa haft heimild til þess - því hafnar rannsóknarnefndin. Niðurstaða nefndarinnar: Seðlabankinn hafði ekki næga yfirsýn yfir stöðu Glitnis - og þar með ekki forsendur til að meta hvort hin afdrifaríka ákvörðun um þjóðnýtingu væri skynsamleg leið. Þessi vinnubrögð - kallar nefndin "verulega vanrækslu af hálfu bankastjórnar Seðlabankans." Tveimur dögum eftir að málið var frágengið - barst hins vegar Seðlabankanum yfirlit úr lánabók Glitnis yfir 30 stærstu skuldara bankans. Davíð segir þá svo frá: „Ég varð nú eiginlega fyrir „sjokki" þarna daginn eftir ... þá sé ég að eigandi bankans virðist í þeim tölum skulda 170 milljarða... Þá er forstjóri Fjármálaeftirlitsins staddur í bankanum og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður ... og sýndi honum þessar tölur, þar sem var sko Baugur, Gaumur og FL-Group og Landic Property ... þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: „Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir." Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: „Þú talar ekki svona við mig drengur." Þá gagnrýnir nefndin harðlega að engin skrifleg gögn voru til taks fyrir talsmenn Glitnis á sunnudagskvöldinu - þegar þeim var tilkynnt um 75% kaup ríkis á bankanum. Það kallar nefndin "ótæk vinnubrögð" af hálfu Seðlabankans. Þótt nefndin telji nú - að Seðlabankinn hafi í raun í illa undirbúnu flaustri tekið þessa afdrifaríku ákvörðun - var Davíð svo sannfærður um þjóðnýtingarleiðina - að hann var tilbúinn á sunnudagskvöldinu að beita öllum brögðum til að fá efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar - Tryggva Þór Herbertsson sem leist illa á hugmyndina - til að tala máli hennar. Þeir eiga einkasamtal inn á skrifstofu Davíðs, og segir Tryggvi svo frá fundinum: „Ég var rétt byrjaður, þá trylltist hann, sagði að ég væri að grafa undan tillögum hans og sagði: „Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. ... Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira