Endurkoma Eminem fullkomnuð 3. desember 2010 10:00 Mikið um dýrðir LL Cool J var kynnir á tilnefningarhátíð Grammy-verðlaunanna sem sýnd var í beinni útsendingu á CBS-sjónvarpsstöðinni og bregður hér á leik ásamt spjallaþáttastjórnandum Craig Ferguson. Marshall Mathers eða Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna og verður að teljast sigurstranglegur í nánast öllum flokkum. Ungstirnið Justin Bieber á sigurinn vísan í nýliðavalinu. Mikið var um dýrðir þegar tilnefningar til Grammy-verðlauna voru tilkynntar í beinni útsendingu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá sérstökum Grammy-tónleikum. Listamenn á borð við Katy Perry tróðu upp en rapparinn fyrrverandi og núverandi leikarinn, LL Cool J, var kynnir kvöldsins. Sem var við hæfi því annar rappari, Eminem, var stjarna kvöldsins. Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna, þar á meðal fyrir plötuna Recovery og lagið Love the Way You Lie sem hann syngur ásamt Rihönnu. Endurkoman er Eminem bæði sæt og söguleg því tíu ár eru liðin síðan hann sigraði heiminn með Marshall Mathers LP og slagarann The Real Slim Shady. Eminem er ekki eini listamaðurinn sem getur borið höfuðið hátt eftir að tilnefningarnar voru kunngjörðar. Nýliðinn Bruno Mars getur til að mynda vel við unað en hann fékk sjö tilnefningar og stórstjörnur á borð við Lady Gaga og Jay-Z voru tilnefndar til sex verðlauna, Jay-Z meðal annars fyrir hið frábæra lag Empire State of Mind sem hann syngur ásamt Aliciu Keys. Í þessum hópi er einnig kántrítríóið Lady Antebellum sem hefur selt yfir þrjár milljónir eintaka af plötu sinni Need You Now. Meðal þeirra sem hlutu fimm tilnefningar má nefna gítarhetjuna Jeff Beck, rapparann B.o.B og sálargoðsögnina John Legend. Athygli vekur að rokkdúóið The Black Keys fékk fjórar tilnefningar fyrir sína sjöttu plötu Brothers en hingað til hefur sveitin ekki verið áberandi á Grammy-hátíðinni. Nýliðavalið hefur verið spennandi undanfarin ár en flestir eru sannfærðir um að undrabarnið og táningsskrímslið Justin Bieber verði hlutskarpastur. Hvað verður kemur í ljós 13. febrúar þegar Grammy-verðlaunin verða afhent á heimavelli Los Angeles Lakers í Staples Center. freyrgigja@frettabladid.is Sigurvegari Eminem snýr aftur með stæl, hann er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna. Meðal þeirra sem tróðu upp á Grammy voru Katy Perry og Stevie Wonder. Vinsælt tríó Lady Antebellum hefur tekið ameríska kántrímarkaðinn með trompi en tríóið eru tilnefnt til sex Grammy-verðlauna. Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Marshall Mathers eða Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna og verður að teljast sigurstranglegur í nánast öllum flokkum. Ungstirnið Justin Bieber á sigurinn vísan í nýliðavalinu. Mikið var um dýrðir þegar tilnefningar til Grammy-verðlauna voru tilkynntar í beinni útsendingu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá sérstökum Grammy-tónleikum. Listamenn á borð við Katy Perry tróðu upp en rapparinn fyrrverandi og núverandi leikarinn, LL Cool J, var kynnir kvöldsins. Sem var við hæfi því annar rappari, Eminem, var stjarna kvöldsins. Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna, þar á meðal fyrir plötuna Recovery og lagið Love the Way You Lie sem hann syngur ásamt Rihönnu. Endurkoman er Eminem bæði sæt og söguleg því tíu ár eru liðin síðan hann sigraði heiminn með Marshall Mathers LP og slagarann The Real Slim Shady. Eminem er ekki eini listamaðurinn sem getur borið höfuðið hátt eftir að tilnefningarnar voru kunngjörðar. Nýliðinn Bruno Mars getur til að mynda vel við unað en hann fékk sjö tilnefningar og stórstjörnur á borð við Lady Gaga og Jay-Z voru tilnefndar til sex verðlauna, Jay-Z meðal annars fyrir hið frábæra lag Empire State of Mind sem hann syngur ásamt Aliciu Keys. Í þessum hópi er einnig kántrítríóið Lady Antebellum sem hefur selt yfir þrjár milljónir eintaka af plötu sinni Need You Now. Meðal þeirra sem hlutu fimm tilnefningar má nefna gítarhetjuna Jeff Beck, rapparann B.o.B og sálargoðsögnina John Legend. Athygli vekur að rokkdúóið The Black Keys fékk fjórar tilnefningar fyrir sína sjöttu plötu Brothers en hingað til hefur sveitin ekki verið áberandi á Grammy-hátíðinni. Nýliðavalið hefur verið spennandi undanfarin ár en flestir eru sannfærðir um að undrabarnið og táningsskrímslið Justin Bieber verði hlutskarpastur. Hvað verður kemur í ljós 13. febrúar þegar Grammy-verðlaunin verða afhent á heimavelli Los Angeles Lakers í Staples Center. freyrgigja@frettabladid.is Sigurvegari Eminem snýr aftur með stæl, hann er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna. Meðal þeirra sem tróðu upp á Grammy voru Katy Perry og Stevie Wonder. Vinsælt tríó Lady Antebellum hefur tekið ameríska kántrímarkaðinn með trompi en tríóið eru tilnefnt til sex Grammy-verðlauna.
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira