Körfubolti

Unndór hættir með kvennalið Njarðvíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Unndór Sigurðsson.
Unndór Sigurðsson.

Unndór Sigurðsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Njarðvík en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú tímabil eða síðan að flokkurinn var endurvakinn hjá félaginu.

Unndór átti eitt ár eftir af samningi sínum en samkvæmt frétt á umfn.is var það sameiginleg ákvörðun hans og stjórnarinnar að hann hætti með liðið.

„Unndór hefur verið hjá okkur í þrjú ár og unnið mikið og gott starf og hjálpað okkur við að koma kvennaboltanum aftur á kortið í Njarðvík. Liðið náði takmarki sýnu í vetur, að halda sér í deildinni og var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina.

Þegar mið er tekið af því að okkar stelpur voru þær einu sem léku leiki í deildarkeppninni án útlendings, verður sá árangur að teljast mjög góður. Við höldum bara áfram í okkar vinnu og leit að nýjum þjálfara er komin á fullt skrið," sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður kvennaráðs í spjalli við UMFN.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×