Lærisveinar Gunnlaugs Jónssonar hjá Val keyrðu glaðir heim úr Árbænum í gærkvöldi eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í háa herrans tíð.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, leit við á vellinum og tók myndir af átökunum.
Afraksturinn má sjá hér að neðan.