Körfubolti

Njarðvík lagði Stjörnuna - ÍR vann FSu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Njarðvík vann heimasigur á Stjörnunni í kvöld.
Njarðvík vann heimasigur á Stjörnunni í kvöld.

Njarðvík sigraði Stjörnuna 72-67 í stórleik kvöldsins í Iceland Express-deildinni. Garðbæingar hleyptu mikilli spennu í leikinn undir lokin með góðri rispu þegar Njarðvíkingar virtust hafa stungið af.

Njarðvík er nú með 28 stig í 2. - 4. sæti deildarinnar við hlið Grindavíkur og Keflavíkur. Stjarnan er með 26 stig í 5.-6. sæti.

Njarðvík-Stjarnan 72-67 (44-35)

Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 19, Magnús Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 13, Guðmundur Jónsson 8, Friðrik Stefánsson 7, Páll Kristinsson 6, Egill Jónasson 2.

Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 26, Fannar Helgason 11, Djorde Pantelic 9, Birgir Pétursson 8, Jovan Zdravevski 7, Kjartan Kjartansson 5, Magnús Helgason 1.

Annar leikur fór fram í deildinni í kvöld. ÍR vann FSu 104-91 í Seljaskóla en lið FSu er fallið úr deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×