Hefð þjóðar, þróun og framtíð Toshiki Toma skrifar 1. nóvember 2010 06:00 Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafi sett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Samstarf milli skóla og kirkju er mikilvægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu. Mér virðist sem ástæða hinnar miklu umræðu um samskipti skóla og kirkju sé sú að Mannréttindaráð borgarinnar flýtti sér um of að komast að niðurstöðu. Kirkjan er meðvituð um að samskipti við grunnskóla eru viðkvæm og því hún hefur unnið með fagfólki skólanna og búið til samkomulag um hvernig samstarf á milli þessara tveggja aðila ætti að vera. Þetta er gott samkomulag að mínu mati. Ef einhver brýtur samkomulagið eða að kvörtun berst frá skólabarni, foreldri þess eða forsjámanni til Mannréttindaskrifstofu (eða Mannréttindaráðs) borgarinnar, á hún þá ekki fyrst og fremst að kanna málið og gefa síðan kirkjunni eða skólanum viðvörun og krefjast úrbóta? Hlutverk Mannréttindaráðs er ekki að banna, heldur að benda á áþreifanleg vandamál og láta viðkomandi aðila vinna að úrlausnum. Mér virðist sem Mannréttindaráð misskilji hlutverk sitt. Ég tel því að það ætti að draga tillöguna til baka og setja málið aftur í umræðufarveg. Þetta er fyrsta tillagan sem ég hef. Þá er ég með aðra tillögu sem varðar kirkjuna sjálfa, þ.á m. mig sjálfan. Í fyrsta lagi heyrist stundum í umræðunni orðasamband eins og: ,,þetta eru örfáar kvartanir á móti miklum meirihluta sem ekki kvartar." Við í kirkjunni skulum passa okkur vel á hugsunarhætti sem þessum. Hver einasti þegn samfélagsins á rétt á mannréttindum. Mannréttindi eru ekki hugtak um meirihluta eða minnihluta. Ef jafnvel einu skólabarni finnst það vera brot á mannréttindum sínum, á þá það skilið að verið tekið alvarlega. ,,Fáir í meirihluta þýðir lítið" er algjör villuhugsun. Í öðru lagi þarf kirkjan að huga að áframhaldi samkomulagsins, sem er síðan árið 2007. Samkomulagið er fínt. En hvort það sé virt og framkvæmt eða ekki fer eftir sérhverjum presti eða starfsfólki kirkjunnar. Var kirkjan búin að gera prestum og öðrum starfsmönnum hvað fælist í þessu samkomulagi og hvað bæri að virða? Þegar kemur að hegðun sérhvers starfsmanns kirkjunnar er næstum ómögulegt að vita hvað gerist í raun og veru, þar sem enginn okkar veit nákvæmlega um allt sem er að gerast í hverjum einasta skóla. Það vantar bæði endurmenntun fyrir starfsfólk kirkjunnar og einnig eftirlit um að samkomulagið sé haldið. Í síðasta lagi held ég að það sé nauðsynlegt að horfa á málið í stærra samhengi, sem er hvert er okkar samfélag að þróast? Aðskilnaður á milli opinbers vald og trúarlegs er óhjákvæmilegt í háþróaðri þjóð. Það er ekki hægt að halda í gömlum starfsháttum eða venjum að eilífu. Við þurfum alltaf að sýna málum tillitssemi með tilliti til þróunar samfélagsins. Það þýðir alls ekki að kirkjan skuli fylgja þróun samfélagsins skilyrðislaust. Hún á að neita slæmri þróun og villigötum en úrbætur fyrir mannréttindum geta ekki talist til slæmra mála. Það eru mál sem kirkjan á að taka virkan þátt í. Í því ferli gæti orðið árekstur á milli venja og siða kirkjunnar og einhvers annars eins og nú sést í umræðu í kringum samskipti kirkju og skóla. Það er mín persónulega skoðun að kirkjunni hafi mistekist síðastliðin ár að meta þróun samfélagsins. Dæmi um það var t.d. umfjöllun um kynferðisbrot innan kirkjunnar eða mál sem vörðuðu ein hjúskaparlög. Nú skulum við í kirkjunni læra af reynslu okkar og sýna frumkvæði að framtíðarsýn kirkjunnar okkar og samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafi sett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Samstarf milli skóla og kirkju er mikilvægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu. Mér virðist sem ástæða hinnar miklu umræðu um samskipti skóla og kirkju sé sú að Mannréttindaráð borgarinnar flýtti sér um of að komast að niðurstöðu. Kirkjan er meðvituð um að samskipti við grunnskóla eru viðkvæm og því hún hefur unnið með fagfólki skólanna og búið til samkomulag um hvernig samstarf á milli þessara tveggja aðila ætti að vera. Þetta er gott samkomulag að mínu mati. Ef einhver brýtur samkomulagið eða að kvörtun berst frá skólabarni, foreldri þess eða forsjámanni til Mannréttindaskrifstofu (eða Mannréttindaráðs) borgarinnar, á hún þá ekki fyrst og fremst að kanna málið og gefa síðan kirkjunni eða skólanum viðvörun og krefjast úrbóta? Hlutverk Mannréttindaráðs er ekki að banna, heldur að benda á áþreifanleg vandamál og láta viðkomandi aðila vinna að úrlausnum. Mér virðist sem Mannréttindaráð misskilji hlutverk sitt. Ég tel því að það ætti að draga tillöguna til baka og setja málið aftur í umræðufarveg. Þetta er fyrsta tillagan sem ég hef. Þá er ég með aðra tillögu sem varðar kirkjuna sjálfa, þ.á m. mig sjálfan. Í fyrsta lagi heyrist stundum í umræðunni orðasamband eins og: ,,þetta eru örfáar kvartanir á móti miklum meirihluta sem ekki kvartar." Við í kirkjunni skulum passa okkur vel á hugsunarhætti sem þessum. Hver einasti þegn samfélagsins á rétt á mannréttindum. Mannréttindi eru ekki hugtak um meirihluta eða minnihluta. Ef jafnvel einu skólabarni finnst það vera brot á mannréttindum sínum, á þá það skilið að verið tekið alvarlega. ,,Fáir í meirihluta þýðir lítið" er algjör villuhugsun. Í öðru lagi þarf kirkjan að huga að áframhaldi samkomulagsins, sem er síðan árið 2007. Samkomulagið er fínt. En hvort það sé virt og framkvæmt eða ekki fer eftir sérhverjum presti eða starfsfólki kirkjunnar. Var kirkjan búin að gera prestum og öðrum starfsmönnum hvað fælist í þessu samkomulagi og hvað bæri að virða? Þegar kemur að hegðun sérhvers starfsmanns kirkjunnar er næstum ómögulegt að vita hvað gerist í raun og veru, þar sem enginn okkar veit nákvæmlega um allt sem er að gerast í hverjum einasta skóla. Það vantar bæði endurmenntun fyrir starfsfólk kirkjunnar og einnig eftirlit um að samkomulagið sé haldið. Í síðasta lagi held ég að það sé nauðsynlegt að horfa á málið í stærra samhengi, sem er hvert er okkar samfélag að þróast? Aðskilnaður á milli opinbers vald og trúarlegs er óhjákvæmilegt í háþróaðri þjóð. Það er ekki hægt að halda í gömlum starfsháttum eða venjum að eilífu. Við þurfum alltaf að sýna málum tillitssemi með tilliti til þróunar samfélagsins. Það þýðir alls ekki að kirkjan skuli fylgja þróun samfélagsins skilyrðislaust. Hún á að neita slæmri þróun og villigötum en úrbætur fyrir mannréttindum geta ekki talist til slæmra mála. Það eru mál sem kirkjan á að taka virkan þátt í. Í því ferli gæti orðið árekstur á milli venja og siða kirkjunnar og einhvers annars eins og nú sést í umræðu í kringum samskipti kirkju og skóla. Það er mín persónulega skoðun að kirkjunni hafi mistekist síðastliðin ár að meta þróun samfélagsins. Dæmi um það var t.d. umfjöllun um kynferðisbrot innan kirkjunnar eða mál sem vörðuðu ein hjúskaparlög. Nú skulum við í kirkjunni læra af reynslu okkar og sýna frumkvæði að framtíðarsýn kirkjunnar okkar og samfélagsins.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun