Íslenski boltinn

Byrjunarliðið gegn Eistlendingum klárt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. Mynd/Valli

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur valið byrjunarliðið sem mætir Eistlandi í lokaleik liðsins í undankeppni HM 2011.

Ísland lýkur þar með keppni þar sem liðið kemst ekki ofar en í annað sæti riðilsins eftir 1-0 tap fyrir Frökkum á Laugardalsvelli um helgina.

Leikurinn hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Guðbjörg Gunnarsdóttir er með flensu og því stendur Sandra Sigurðardóttir í íslenska markinu að þessu sinni.

Liðið:

Markvörður:

Sandra Sigurðardóttir

Vörn:

Rakel Hönnudóttir

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Sif Atladóttir

Ólína G. Viðarsdóttir

Miðja:

Dóra María Lárusdóttir

Edda Garðarsdóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir

Guðný Björk Óðinsdóttir

Sókn:

Margrét Lára Viðarsdóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×