Stefnir til Hollywood að kynna sér þotuliðsþjálfara 16. júní 2010 07:00 Logi Geirsson. „Þetta er ógeðslega skemmtilegt nám og rosalega krefjandi. Það er farið rosalega djúpt í allt: næringarfræði, lífeðlisfræði og þjálfunarfræði," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi og Ingibjörg kærastan hans útskrifast sem einkaþjálfarar í dag frá Keili. Hann hyggst flytja ræðu við athöfnina og lofar að hún verði svakaleg. „Það er mjög ólíklegt að ræðan verði hefðbundin því ég hef aldrei heyrt útskriftarræðu áður, en ég ætla að ræða eitt og annað," segir hann. Logi flutti nýlega til landsins á ný eftir að hafa búið í Þýskalandi síðustu ár. Hann býr með kærustunni og saman eiga þau von á frumburðinum á næstu dögum. Logi segir einkaþjálfaraprófið vera grunninn, en hann hyggst fara í nám í íþróttaþjálfun næsta haust. „Ég ætla að taka þetta alla leið," segir hann kokhraustur. „Svo ætla ég að fara með konunni til Los Angeles og kynna mér þotuliðið í þjálfunarbransanum. Við ætlum að skoða hvað er að gerast í Hollywood - það er alltaf talað um að allt sé að gerast þar. Mig langar að sökkva mér í þetta. Kynna mér einkaþjálfara stjarnanna og sjá eitthvað nýtt." Logi er ekki fyrsti handboltakappinn sem fellur fyrir einkaþjálfaranáminum. Á meðal þeirra sem hafa einnig stundað námið eru Guðjón Valur, Björgvin Páll, Einar Hólmgeirsson, Vignir Svavarsson, Ragnar Óskarsson og Þórir Ólafs. En er Logi strax byrjaður að taka fólk í einkaþjálfun? „Ég tek fyrst bróður minn og konuna hans í gegn ásamt nokkrum vel völdum vinum. Ég ætla að afla mér reynslu og koma mér í gírinn áður en ég byrja á afrekskrökkunum." atlifannar@frettabladid.is hjalti@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
„Þetta er ógeðslega skemmtilegt nám og rosalega krefjandi. Það er farið rosalega djúpt í allt: næringarfræði, lífeðlisfræði og þjálfunarfræði," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi og Ingibjörg kærastan hans útskrifast sem einkaþjálfarar í dag frá Keili. Hann hyggst flytja ræðu við athöfnina og lofar að hún verði svakaleg. „Það er mjög ólíklegt að ræðan verði hefðbundin því ég hef aldrei heyrt útskriftarræðu áður, en ég ætla að ræða eitt og annað," segir hann. Logi flutti nýlega til landsins á ný eftir að hafa búið í Þýskalandi síðustu ár. Hann býr með kærustunni og saman eiga þau von á frumburðinum á næstu dögum. Logi segir einkaþjálfaraprófið vera grunninn, en hann hyggst fara í nám í íþróttaþjálfun næsta haust. „Ég ætla að taka þetta alla leið," segir hann kokhraustur. „Svo ætla ég að fara með konunni til Los Angeles og kynna mér þotuliðið í þjálfunarbransanum. Við ætlum að skoða hvað er að gerast í Hollywood - það er alltaf talað um að allt sé að gerast þar. Mig langar að sökkva mér í þetta. Kynna mér einkaþjálfara stjarnanna og sjá eitthvað nýtt." Logi er ekki fyrsti handboltakappinn sem fellur fyrir einkaþjálfaranáminum. Á meðal þeirra sem hafa einnig stundað námið eru Guðjón Valur, Björgvin Páll, Einar Hólmgeirsson, Vignir Svavarsson, Ragnar Óskarsson og Þórir Ólafs. En er Logi strax byrjaður að taka fólk í einkaþjálfun? „Ég tek fyrst bróður minn og konuna hans í gegn ásamt nokkrum vel völdum vinum. Ég ætla að afla mér reynslu og koma mér í gírinn áður en ég byrja á afrekskrökkunum." atlifannar@frettabladid.is hjalti@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira