Rúnar: Ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0 fyrir Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2010 14:45 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að Haukarnir hafi betur. Þeir eru með tvo öfluga markmenn og eru bara með betra lið," segir Rúnar og segir að sóknarleikur Valsmenn þurfi að vera mun betri ef liðið ætli sér að gera eitthvað í lokaúrslitunum í ár. „Valsmenn þurfa að spila betri sóknarleik en þeir hafa verið að gera og þá eiga þeir ágætis möguleika. Þeir spila ágætis varnaleik og Hlynur hefur verið öflugur í markinu. Svo er spurningin um hvað gerist þegar menn fara að skjóta rétt á Hlyn. Þá er spurningin um hvort Valsmenn eigi nógu góðan annan markmann til þess að fylla í það skarð. Haukarnir er með besta markmanninn og svo með einn efnilegasta markmanninn líka," segir Rúnar. Rúnar hrósar markmönnum Haukaliðsins en styrkur liðsins liggur annarsstaðar líka. „Haukarnir eru fljótir fram þegar þeir vinna boltann og þeir eru með sterkar skyttur í Sigurbergi og Björgvin. Björgvin er búinn að vera að spila mjög vel seinni hluta vetrar og hann hefur dregið vagninn fyrir þá. Það verður erfitt fyrir Valsmenn að spila flata 6:0 vörn á móti þeim eins og þeir gátu leyft sér á móti okkur," segir Rúnar. Haukarnir hafa unnið titilinn fimm sinnum á síðustu sjö árum og það telur Rúnar að telji í þessu úrslitaeinvígi. „Haukarnir eru með mikla sigurhefð, þeir þekkja þessa stöðu vel og vita hvað þarf til. Ég býst við því að þeir muni reyna að endurtaka það að vinna titilinn en Valsmenn hlýtur að klæja líka í að vinna eitthvað. Þeir hafa verið með mjög öflugan mannskap síðustu ár en hafa bara einu sinni tekið titilinn og hlýtur því að langa í þetta líka," segir Rúnar en hann er samt ekki bjartsýnn á Valssigur í einvíginu. „Það eru einhverjar líkur á oddaleik en ég ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0. Þetta verður erfitt fyrir Valsmenn. Haukarnir hafa væntanlega náð að undirbúa sig betur því þeir fengu tveimur dögum meira í kvöld og ættu að koma betur innstilltir inn í einvígið," segir Rúnar. „Ef Haukarnir vinna tvo fyrstu leikina þá klára þeir væntanlega þriðja leikinn á heimavelli. Ætli annar leikurinn í Vodafone-höllinni verði ekki lykilleikurinn," sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að Haukarnir hafi betur. Þeir eru með tvo öfluga markmenn og eru bara með betra lið," segir Rúnar og segir að sóknarleikur Valsmenn þurfi að vera mun betri ef liðið ætli sér að gera eitthvað í lokaúrslitunum í ár. „Valsmenn þurfa að spila betri sóknarleik en þeir hafa verið að gera og þá eiga þeir ágætis möguleika. Þeir spila ágætis varnaleik og Hlynur hefur verið öflugur í markinu. Svo er spurningin um hvað gerist þegar menn fara að skjóta rétt á Hlyn. Þá er spurningin um hvort Valsmenn eigi nógu góðan annan markmann til þess að fylla í það skarð. Haukarnir er með besta markmanninn og svo með einn efnilegasta markmanninn líka," segir Rúnar. Rúnar hrósar markmönnum Haukaliðsins en styrkur liðsins liggur annarsstaðar líka. „Haukarnir eru fljótir fram þegar þeir vinna boltann og þeir eru með sterkar skyttur í Sigurbergi og Björgvin. Björgvin er búinn að vera að spila mjög vel seinni hluta vetrar og hann hefur dregið vagninn fyrir þá. Það verður erfitt fyrir Valsmenn að spila flata 6:0 vörn á móti þeim eins og þeir gátu leyft sér á móti okkur," segir Rúnar. Haukarnir hafa unnið titilinn fimm sinnum á síðustu sjö árum og það telur Rúnar að telji í þessu úrslitaeinvígi. „Haukarnir eru með mikla sigurhefð, þeir þekkja þessa stöðu vel og vita hvað þarf til. Ég býst við því að þeir muni reyna að endurtaka það að vinna titilinn en Valsmenn hlýtur að klæja líka í að vinna eitthvað. Þeir hafa verið með mjög öflugan mannskap síðustu ár en hafa bara einu sinni tekið titilinn og hlýtur því að langa í þetta líka," segir Rúnar en hann er samt ekki bjartsýnn á Valssigur í einvíginu. „Það eru einhverjar líkur á oddaleik en ég ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0. Þetta verður erfitt fyrir Valsmenn. Haukarnir hafa væntanlega náð að undirbúa sig betur því þeir fengu tveimur dögum meira í kvöld og ættu að koma betur innstilltir inn í einvígið," segir Rúnar. „Ef Haukarnir vinna tvo fyrstu leikina þá klára þeir væntanlega þriðja leikinn á heimavelli. Ætli annar leikurinn í Vodafone-höllinni verði ekki lykilleikurinn," sagði Rúnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira