Íslenski boltinn

FH-ingar töpuðu 5-1 fyrir BATE í Hvíta-Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingurinn Tommy Nielsen.
FH-ingurinn Tommy Nielsen. Mynd/Stefán
FH-ingar töpuðu illa fyrir BATE Borisov í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar en leikið var í Borisov í Hvíta-Rússlandi í dag. BATE-liðið vann leikinn 5-1 og er komið með annan fótinn inn í næstu umferð.

Pavel Nekhaychik skoraði fyrsta markið eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik og Renan Bressan kom BATE í 2-0 tíu mínútum síðar. Nekhaychik innsiglaði síðan þrennu sína með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla undir lok leiksins. Mörk hans komu á 85. og 88. mínútu.

Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark FH-inga á 89. mínútu og minnkaði muninn í 4-1. Markið gaf Hafnfirðingum smá von ein hún dó snögglega mínútu síðar þegar Vitali Rodionov kom BATE-liðinu í 5-1. og þannig urðu lokatölur leiksins

BATE-liðið er mjög sterkt og það er ljóst að róðurinn verður mjög þungur fyrir FH-inga í seinni leiknum sem fram í Kaplakrika í næstu viku.

Deildin í Hvíta-Rússlandi fór af stað í byrjun apríl og BATE er með þriggja stiga forskot á toppnum eftir 18 umferðir þar sem liðið hefur aðeins tapað einum leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×