Eurovision: Íslendingar þurfa að halda næstu keppni 28. maí 2010 03:00 Hera Björk Þórhallsdóttir er umsetin af fjölmiðlafólki á Eurovisionkeppninni í Ósló. Hún segir að Eurovision-keppnin verði haldin á Íslandi á næsta ári. Fréttablaðið/EÁ Þjóðin mun eflaust sitja límd fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldið þegar úrslitakvöld Eurovision fer fram í Telenor-höllinni. Eflaust voru margir með öndina í hálsinum á þriðjudaginn þegar níu lönd af tíu voru komin áfram í úrslitin. Hera segist sjálf hafa verið alveg pollróleg og hún hefði ekki kosið að hafa þetta á neinn annan hátt. „Það hefði ekki alveg verið nógu töff. Sú staðreynd, að við vorum síðust, er bara vitnisburður um að okkur hafi gengið svolítið vel og orðið á götunni hérna úti er að við höfum unnið okkar riðil. Auðvitað vorum við ægilega ánægð en vorum líka meðvituð um að þessi möguleiki væri alltaf fyrir hendi, að við sætum eftir," segir Hera. En þótt Hera sjálf hafi verið róleg verður ekki sagt hið sama um manninn hennar. Halldór Eiríksson var nánast lamaður af stressi, að sögn Heru. „Hann missti eiginlega bara máttinn fyrir neðan mitti og sat bara," útskýrir Hera og hlær. Sú nýbreytni var höfð á að varpa myndum af keppendum áður en ljósin kviknuðu á stóra sviðinu. Hera segist hafa verið að vinka syni sínum sem sat heima í stofu og síðasta hugsun hennar var, taktu þig saman í andlitinu, stelpa. „Maður heyrði bara hrópin og köllin, áfram Ísland og ég varð bara hrærð," segir Hera. Athygli hefur vakið hversu vel samstilltur íslenski hópurinn er, góður andi svífur yfir vötnum svo eftir er tekið. Hera segir að þar vegi reynslan af svona keppnum þungt. „Ég hef lært það sem bakraddasöngkona í þessum tveimur skiptum sem ég hef tekið þátt að það skiptir öllu máli að vera með fólk sem heldur ró sinni, tekur ekki leiðindaskrif inn á sig og er bara prófessionalt í alla staði," segir söngkonan. Laugardagskvöldið ætlar Hera síðan að gera eftirminnilegt. „Mesta stressið er kannski búið, að komast í úrslitin. Ég hef alveg dásamlega tilfinningu fyrir kvöldinu og ég hef fulla trú á laginu. Ef ég hefði hana ekki þá hefur enginn hana. Ég held að Íslendingar þurfi hreinlega að búa sig undir þá staðreynd að næsta Eurovision-keppni verði haldin heima." freyrgigja@frettabladid.is Eurovision Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Þjóðin mun eflaust sitja límd fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldið þegar úrslitakvöld Eurovision fer fram í Telenor-höllinni. Eflaust voru margir með öndina í hálsinum á þriðjudaginn þegar níu lönd af tíu voru komin áfram í úrslitin. Hera segist sjálf hafa verið alveg pollróleg og hún hefði ekki kosið að hafa þetta á neinn annan hátt. „Það hefði ekki alveg verið nógu töff. Sú staðreynd, að við vorum síðust, er bara vitnisburður um að okkur hafi gengið svolítið vel og orðið á götunni hérna úti er að við höfum unnið okkar riðil. Auðvitað vorum við ægilega ánægð en vorum líka meðvituð um að þessi möguleiki væri alltaf fyrir hendi, að við sætum eftir," segir Hera. En þótt Hera sjálf hafi verið róleg verður ekki sagt hið sama um manninn hennar. Halldór Eiríksson var nánast lamaður af stressi, að sögn Heru. „Hann missti eiginlega bara máttinn fyrir neðan mitti og sat bara," útskýrir Hera og hlær. Sú nýbreytni var höfð á að varpa myndum af keppendum áður en ljósin kviknuðu á stóra sviðinu. Hera segist hafa verið að vinka syni sínum sem sat heima í stofu og síðasta hugsun hennar var, taktu þig saman í andlitinu, stelpa. „Maður heyrði bara hrópin og köllin, áfram Ísland og ég varð bara hrærð," segir Hera. Athygli hefur vakið hversu vel samstilltur íslenski hópurinn er, góður andi svífur yfir vötnum svo eftir er tekið. Hera segir að þar vegi reynslan af svona keppnum þungt. „Ég hef lært það sem bakraddasöngkona í þessum tveimur skiptum sem ég hef tekið þátt að það skiptir öllu máli að vera með fólk sem heldur ró sinni, tekur ekki leiðindaskrif inn á sig og er bara prófessionalt í alla staði," segir söngkonan. Laugardagskvöldið ætlar Hera síðan að gera eftirminnilegt. „Mesta stressið er kannski búið, að komast í úrslitin. Ég hef alveg dásamlega tilfinningu fyrir kvöldinu og ég hef fulla trú á laginu. Ef ég hefði hana ekki þá hefur enginn hana. Ég held að Íslendingar þurfi hreinlega að búa sig undir þá staðreynd að næsta Eurovision-keppni verði haldin heima." freyrgigja@frettabladid.is
Eurovision Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira