Fjaðrafok í New York út af íslensku fálkamyndinni 27. apríl 2010 07:00 Örn Marinó og Þorkell Harðarson með fyrrverandi fálkasölumanninum Alan Howell Parrot á frumsýningu Feathered Cocaine sem vakið hefur óskipta athygli á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York. NordicPhotos/Getty „Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og við höfum fengið góð og mikil viðbrögð," segir Þorkell Harðarson en hann frumsýndi ásamt Erni Marinó Arnasyni heimildarmyndina Feathered Cocaine á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York á föstudaginn. Feathered Cocaine fjallar um umfangsmikið smygl á evrópskum fálkum til Mið-Austurlanda en það sem hefur vakið hvað mestu athyglina er að í myndinni kemur fram að einn mest eftirlýsti maður heims, Osama bin-Laden, er ekki eins vel falinn og vestræn yfirvöld hafa haldið fram. Örn og Þorkell voru til að mynda bara hársbreidd frá því að komast í návígi við hryðjuverkamanninn. Þeir Þorkell og Örn hafa verið bókaðir í fjölda viðtala, meðal annars við stórblaðið New York Times. Frumsýning myndarinnar á þessari kvikmyndahátíð í New York er engin tilviljun. Stórleikarinn Robert De Niro stofnaði hana eftir árásirnar á Tvíburaturnana 2001 sem áðurnefndur Laden og samtök hans, Al-Kaída, eru sögð hafa skipulagt. Þorkell segir myndina því hafa haft sterk áhrif á áhorfendur, þeir hafi verið reiðir og forviða eftir sýninguna. „Fólk hefur rætt árásirnar og sína upplifun á mjög hreinskilinn hátt við okkur. Myndin kemur augljóslega við kvikuna á fólki," útskýrir Þorkell sem vill þó ekki meina að CIA sé farið að fylgjast með ferðum þeirra um stórborgina. „Nei, enda held ég að þeir séu svo snjallir að við myndum aldrei sjá þá ef svo væri." Feathered Cocaine hefur verið lengi í vinnslu og þótt stressið fyrir frumsýningu hafi verið mikið segir Þorkell að hann og Örn hafi sofið eins og ungbörn um nóttina. „Ég hef ekki sofið jafn vært í sex ár," segir Þorkell en Feathered Cocaine heldur áfram ferðalagi sínu um Norður-Ameríku því hún tekur þátt á Hot Docs-hátíðinni í Toronto. „Þar hefur fólk talað um þessa mynd í þrjú ár, hún var orðin að hálfgerðri goðsögn þannig að það var kominn tími til að koma út úr skápnum með þessa mynd." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og við höfum fengið góð og mikil viðbrögð," segir Þorkell Harðarson en hann frumsýndi ásamt Erni Marinó Arnasyni heimildarmyndina Feathered Cocaine á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York á föstudaginn. Feathered Cocaine fjallar um umfangsmikið smygl á evrópskum fálkum til Mið-Austurlanda en það sem hefur vakið hvað mestu athyglina er að í myndinni kemur fram að einn mest eftirlýsti maður heims, Osama bin-Laden, er ekki eins vel falinn og vestræn yfirvöld hafa haldið fram. Örn og Þorkell voru til að mynda bara hársbreidd frá því að komast í návígi við hryðjuverkamanninn. Þeir Þorkell og Örn hafa verið bókaðir í fjölda viðtala, meðal annars við stórblaðið New York Times. Frumsýning myndarinnar á þessari kvikmyndahátíð í New York er engin tilviljun. Stórleikarinn Robert De Niro stofnaði hana eftir árásirnar á Tvíburaturnana 2001 sem áðurnefndur Laden og samtök hans, Al-Kaída, eru sögð hafa skipulagt. Þorkell segir myndina því hafa haft sterk áhrif á áhorfendur, þeir hafi verið reiðir og forviða eftir sýninguna. „Fólk hefur rætt árásirnar og sína upplifun á mjög hreinskilinn hátt við okkur. Myndin kemur augljóslega við kvikuna á fólki," útskýrir Þorkell sem vill þó ekki meina að CIA sé farið að fylgjast með ferðum þeirra um stórborgina. „Nei, enda held ég að þeir séu svo snjallir að við myndum aldrei sjá þá ef svo væri." Feathered Cocaine hefur verið lengi í vinnslu og þótt stressið fyrir frumsýningu hafi verið mikið segir Þorkell að hann og Örn hafi sofið eins og ungbörn um nóttina. „Ég hef ekki sofið jafn vært í sex ár," segir Þorkell en Feathered Cocaine heldur áfram ferðalagi sínu um Norður-Ameríku því hún tekur þátt á Hot Docs-hátíðinni í Toronto. „Þar hefur fólk talað um þessa mynd í þrjú ár, hún var orðin að hálfgerðri goðsögn þannig að það var kominn tími til að koma út úr skápnum með þessa mynd." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira