Stórhættulegar slysagildrur á Klukkuvöllum SB skrifar 22. ágúst 2010 19:30 Íbúar á Klukkuvöllum í Hafnarfirði hafa ítrekað kvartað undan slæmum frágangi á byggingarlóðum í götunni. Eftir hrunið hafa húsgrunnar staðið ókláraðir, byggingarkranar eru orðin leiktæki krakkana í hverfinu og stór gryfja þar sem blokk átti að rísa er nú slysagildra við hlið leikskóla. Og fyrir ofan götuna má sjá glitta í ljósastaura og gangstéttir - en engin hús. Í bréfi frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar segir að heilbrigðiseftirlitinu hafi borist símhringing frá áhyggjufullum foreldrum í götunni. „Ýmsar slysahættur eru á svæðinu eins og opnir grunnar, óvarin steinsteypujárn sem standa upp úr sökklum, fjölbýlishús með vinnupalla á fleirum hæðum sem standa óvarðir og byggingarkranar annað hvort liggjandi eða uppistandandi og eru notaðir sem leikvangur fyrir krakkana á svæðinu." Í bréfinu segir jafnframt að sést hafi til ungra stráka klifra í vinnupöllum á 4 hæð og fyrr í vor hafi 6 ára stúlka klifrað hátt upp í einn kranana sem stendur í götunni." Heilbrigðiseftirlitið gerir athugasemdir við ástandið í götunni og er byggingastjóra gert að bregðast við innan fjögurra vikna annars verði dagsektum gert.Fréttastofa ræddi við Hákon Varmar, fjölskylduföður sem býr í blokk í Klukkubergi. Hann segir íbúa reiða og vilji aðgerðir. „Þetta er búið að standa svona í rúmlega tvö ár og við viljum að það sé eitthvað gert í þessu. Það eru ekki einu sinni gangstéttir hérna og börnin þurfa að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Við viljum að bærinn geri eitthvað í þessu." Spurður hvernig verktakarnir á svæðinu hafi brugðist við athugasemdum íbúanna segir Hákon: „Það hefur verið skotið í kafi um leið." Skroll-Fréttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Íbúar á Klukkuvöllum í Hafnarfirði hafa ítrekað kvartað undan slæmum frágangi á byggingarlóðum í götunni. Eftir hrunið hafa húsgrunnar staðið ókláraðir, byggingarkranar eru orðin leiktæki krakkana í hverfinu og stór gryfja þar sem blokk átti að rísa er nú slysagildra við hlið leikskóla. Og fyrir ofan götuna má sjá glitta í ljósastaura og gangstéttir - en engin hús. Í bréfi frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar segir að heilbrigðiseftirlitinu hafi borist símhringing frá áhyggjufullum foreldrum í götunni. „Ýmsar slysahættur eru á svæðinu eins og opnir grunnar, óvarin steinsteypujárn sem standa upp úr sökklum, fjölbýlishús með vinnupalla á fleirum hæðum sem standa óvarðir og byggingarkranar annað hvort liggjandi eða uppistandandi og eru notaðir sem leikvangur fyrir krakkana á svæðinu." Í bréfinu segir jafnframt að sést hafi til ungra stráka klifra í vinnupöllum á 4 hæð og fyrr í vor hafi 6 ára stúlka klifrað hátt upp í einn kranana sem stendur í götunni." Heilbrigðiseftirlitið gerir athugasemdir við ástandið í götunni og er byggingastjóra gert að bregðast við innan fjögurra vikna annars verði dagsektum gert.Fréttastofa ræddi við Hákon Varmar, fjölskylduföður sem býr í blokk í Klukkubergi. Hann segir íbúa reiða og vilji aðgerðir. „Þetta er búið að standa svona í rúmlega tvö ár og við viljum að það sé eitthvað gert í þessu. Það eru ekki einu sinni gangstéttir hérna og börnin þurfa að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Við viljum að bærinn geri eitthvað í þessu." Spurður hvernig verktakarnir á svæðinu hafi brugðist við athugasemdum íbúanna segir Hákon: „Það hefur verið skotið í kafi um leið."
Skroll-Fréttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira