Stórhættulegar slysagildrur á Klukkuvöllum SB skrifar 22. ágúst 2010 19:30 Íbúar á Klukkuvöllum í Hafnarfirði hafa ítrekað kvartað undan slæmum frágangi á byggingarlóðum í götunni. Eftir hrunið hafa húsgrunnar staðið ókláraðir, byggingarkranar eru orðin leiktæki krakkana í hverfinu og stór gryfja þar sem blokk átti að rísa er nú slysagildra við hlið leikskóla. Og fyrir ofan götuna má sjá glitta í ljósastaura og gangstéttir - en engin hús. Í bréfi frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar segir að heilbrigðiseftirlitinu hafi borist símhringing frá áhyggjufullum foreldrum í götunni. „Ýmsar slysahættur eru á svæðinu eins og opnir grunnar, óvarin steinsteypujárn sem standa upp úr sökklum, fjölbýlishús með vinnupalla á fleirum hæðum sem standa óvarðir og byggingarkranar annað hvort liggjandi eða uppistandandi og eru notaðir sem leikvangur fyrir krakkana á svæðinu." Í bréfinu segir jafnframt að sést hafi til ungra stráka klifra í vinnupöllum á 4 hæð og fyrr í vor hafi 6 ára stúlka klifrað hátt upp í einn kranana sem stendur í götunni." Heilbrigðiseftirlitið gerir athugasemdir við ástandið í götunni og er byggingastjóra gert að bregðast við innan fjögurra vikna annars verði dagsektum gert.Fréttastofa ræddi við Hákon Varmar, fjölskylduföður sem býr í blokk í Klukkubergi. Hann segir íbúa reiða og vilji aðgerðir. „Þetta er búið að standa svona í rúmlega tvö ár og við viljum að það sé eitthvað gert í þessu. Það eru ekki einu sinni gangstéttir hérna og börnin þurfa að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Við viljum að bærinn geri eitthvað í þessu." Spurður hvernig verktakarnir á svæðinu hafi brugðist við athugasemdum íbúanna segir Hákon: „Það hefur verið skotið í kafi um leið." Skroll-Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Íbúar á Klukkuvöllum í Hafnarfirði hafa ítrekað kvartað undan slæmum frágangi á byggingarlóðum í götunni. Eftir hrunið hafa húsgrunnar staðið ókláraðir, byggingarkranar eru orðin leiktæki krakkana í hverfinu og stór gryfja þar sem blokk átti að rísa er nú slysagildra við hlið leikskóla. Og fyrir ofan götuna má sjá glitta í ljósastaura og gangstéttir - en engin hús. Í bréfi frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar segir að heilbrigðiseftirlitinu hafi borist símhringing frá áhyggjufullum foreldrum í götunni. „Ýmsar slysahættur eru á svæðinu eins og opnir grunnar, óvarin steinsteypujárn sem standa upp úr sökklum, fjölbýlishús með vinnupalla á fleirum hæðum sem standa óvarðir og byggingarkranar annað hvort liggjandi eða uppistandandi og eru notaðir sem leikvangur fyrir krakkana á svæðinu." Í bréfinu segir jafnframt að sést hafi til ungra stráka klifra í vinnupöllum á 4 hæð og fyrr í vor hafi 6 ára stúlka klifrað hátt upp í einn kranana sem stendur í götunni." Heilbrigðiseftirlitið gerir athugasemdir við ástandið í götunni og er byggingastjóra gert að bregðast við innan fjögurra vikna annars verði dagsektum gert.Fréttastofa ræddi við Hákon Varmar, fjölskylduföður sem býr í blokk í Klukkubergi. Hann segir íbúa reiða og vilji aðgerðir. „Þetta er búið að standa svona í rúmlega tvö ár og við viljum að það sé eitthvað gert í þessu. Það eru ekki einu sinni gangstéttir hérna og börnin þurfa að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Við viljum að bærinn geri eitthvað í þessu." Spurður hvernig verktakarnir á svæðinu hafi brugðist við athugasemdum íbúanna segir Hákon: „Það hefur verið skotið í kafi um leið."
Skroll-Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira