Handbolti

Flensburg lagði Kadetten Schaffhausen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson í leik með Flensburg.
Alexander Petersson í leik með Flensburg. Mynd/Vilhelm
Fyrri viðureign Flensburg og Kadetten Schaffhausen frá Sviss í undanúrslitum EHF-bikarkeppninnar fór fram á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Þýskalandi í dag. Flensburg vann þar nauman sigur, 31-30.

Kadetten var reyndar með forystuna lengst af í leiknum en Flensburg skoraði síðustu þrjú mörkin og tryggði sér þar með sigurinn. Síðari leikurinn fer svo fram í Sviss í næstu viku.

Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki gestanna allan leikinn og átti fínan leik. Alexander Petersson byrjaði á varamannabekknum hjá Flensburg en kom inn á í síðari hálfleik og stóð sig mjög vel.

Leikur Flensburg batnaði mjög við innkomu Alexanders en hann skoraði fjögur mörk og fiskaði til að mynda fjóra menn út af velli í tveggja mínútna brottvísun.

Naturhouse La Rioja og Lemgo eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni. Fyrri leikur liðanna fer fram á Spáni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×