Hann Bjarni í „jólatrésskógi" Blómvals ráðleggur okkur að bleyta jólatréð vel áður en það er tekið inn,m ef þess er kostur, því það gefur meiri barrheldni.

Með því að dýfa endanum niður í sjóðandi vatn þegar búið er að saga af stofninum er æðarnar í stofninum víkkaðar út og tréð á auðveldara með að taka til sín vatn. Þetta á sérstaklega við um íslenska rauðgrenið.
Gæta þarf þess að vera með hæfilega stóran jólatrésfót, sem samvarar stærð trésins, þannig að það standi örugglega þegar það er komið inn í stofu.
Skýringar má sjá á meðfylgjandi myndum.