Korn ýtir á reset-takkann atlifannar@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 11:00 Það erfitt að trúa því að hljómsveitin Korn sé búin að vera til í meira en sextán ár. fréttablaðið/getty Von er á níundu plötunni frá hljómsveitinni Korn í júlí. Fyrsta platan kom út fyrir sextán árum og nú vilja meðlimir Korn byrja upp á nýtt og finna gamla hljóminn aftur. „Hvers vegna læturðu mig ekki í friði?“ öskrar söngvarinn Jonathan Davis örvinglaður í fyrsta smáskífulagi væntanlegrar plötu Korn. Platan er númer níu í röðinni, heitir Korn III: Remember Who You Are og lagið heitir Oildale (Leave Me Alone). Meðlimir Korn líta svo á að þeir séu að endurræsa hljómsveitina með plötunni og hverfa aftur til tónlistarinnar sem heyrðist á fyrstu plötunni frá 1994 og Life is Peachy frá 1996. Söngvarinn Jonathan Davis og félagar eru ekkert að grínast með endurræsinguna. Þeir fengu til liðs við sig upptökustjórann Ross Robinson, sem vann með þeim á fyrstu tveimur plötunum. Þá kusu þeir að taka plötuna upp á segulband og sniðganga nýjustu tækni og tól sem upptökubransinn hefur upp á að bjóða. Davis hefur látið hafa eftir sér að platan sé einföld að því leyti að hún sé ekki eins hlaðin og fyrri plötur og að andrúmsloftið skipti mestu. Ýmislegt gekk á við upptökur á plötunni. Ross Robinson er þekktur fyrir brjálað skap sitt og hann lét nýjan trommara Korn, Ray Luzier, oft heyra það. Robinson átti til að öskra, sparka og berja í trommusettið þegar hann var ekki sáttur við Luzier, en trommarinn hefur látið hafa eftir sér að hann hafi langað að kyrkja upptökustjórann. Luzier fékk ekki að nota taktmæli við upptökurnar og var það gert til að láta hann skynja hindranirnar sem Korn hefur þurft að yfirstíga. Furðuleg krafa. Korn III: Remember Who You Are átti upprunalega að vera konseptplata. Textarnir áttu að snúast um fimm merki um hnignun mannsins: trúarbrögð, eiturlyf, peninga, völd og tíma. Það gekk hins vegar ekki sem skyldi og Davis samdi því texta um hvernig líðan hans var hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru því textarnir ekkert sérstaklega jákvæðir, enda Davis alltaf verið hálfgerður fýlupúki. Davis segir að hljómsveitin hafi ekki reynt að gera framhald af fyrstu og annarri plötu Korn. „Við viljum bara ná andrúmsloftinu aftur og að tónlistin sé ekki ofunnin,“ segir hann. „Við viljum bara lemja tónlistinni í andlitin á fólki eins og við gerðum 94, 95 og 96.“ Erlent Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Von er á níundu plötunni frá hljómsveitinni Korn í júlí. Fyrsta platan kom út fyrir sextán árum og nú vilja meðlimir Korn byrja upp á nýtt og finna gamla hljóminn aftur. „Hvers vegna læturðu mig ekki í friði?“ öskrar söngvarinn Jonathan Davis örvinglaður í fyrsta smáskífulagi væntanlegrar plötu Korn. Platan er númer níu í röðinni, heitir Korn III: Remember Who You Are og lagið heitir Oildale (Leave Me Alone). Meðlimir Korn líta svo á að þeir séu að endurræsa hljómsveitina með plötunni og hverfa aftur til tónlistarinnar sem heyrðist á fyrstu plötunni frá 1994 og Life is Peachy frá 1996. Söngvarinn Jonathan Davis og félagar eru ekkert að grínast með endurræsinguna. Þeir fengu til liðs við sig upptökustjórann Ross Robinson, sem vann með þeim á fyrstu tveimur plötunum. Þá kusu þeir að taka plötuna upp á segulband og sniðganga nýjustu tækni og tól sem upptökubransinn hefur upp á að bjóða. Davis hefur látið hafa eftir sér að platan sé einföld að því leyti að hún sé ekki eins hlaðin og fyrri plötur og að andrúmsloftið skipti mestu. Ýmislegt gekk á við upptökur á plötunni. Ross Robinson er þekktur fyrir brjálað skap sitt og hann lét nýjan trommara Korn, Ray Luzier, oft heyra það. Robinson átti til að öskra, sparka og berja í trommusettið þegar hann var ekki sáttur við Luzier, en trommarinn hefur látið hafa eftir sér að hann hafi langað að kyrkja upptökustjórann. Luzier fékk ekki að nota taktmæli við upptökurnar og var það gert til að láta hann skynja hindranirnar sem Korn hefur þurft að yfirstíga. Furðuleg krafa. Korn III: Remember Who You Are átti upprunalega að vera konseptplata. Textarnir áttu að snúast um fimm merki um hnignun mannsins: trúarbrögð, eiturlyf, peninga, völd og tíma. Það gekk hins vegar ekki sem skyldi og Davis samdi því texta um hvernig líðan hans var hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru því textarnir ekkert sérstaklega jákvæðir, enda Davis alltaf verið hálfgerður fýlupúki. Davis segir að hljómsveitin hafi ekki reynt að gera framhald af fyrstu og annarri plötu Korn. „Við viljum bara ná andrúmsloftinu aftur og að tónlistin sé ekki ofunnin,“ segir hann. „Við viljum bara lemja tónlistinni í andlitin á fólki eins og við gerðum 94, 95 og 96.“
Erlent Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira