Bannað að selja heitt vatn til Hvergerðinga 25. ágúst 2010 05:00 Hveragerði Hitaveita Hveragerðis var seld til Orkuveitunnar árið 2004. Auk þess sem nýtanleg orka í eignarlandi bæjarins fylgdi með í kaupunum fékk Orkuveitan einkarétt á að selja heitt vatn og gufu í bænum.Fréttablaðið/Valli Fyrirtækið Ræktunarmiðstöðin sf. sem verið hefur í rekstri gróðrarstöðvar og jarðverktöku fær ekki að selja Hvergerðingum heitt vatn og gufu. Ræktunarmiðstöðin á um tveggja hektara land í Fagrahvammi í miðju Hveragerði. Jóhann Ísleifsson sendi bæjaryfirvöldum bréf fyrir hönd fyrirtækisins og óskaði heimildar til að bora eftir heitu vatni í landinu og síðan starfrækja hitaveitu. Beiðninni var synjað. „Það er ekki bæjarins að veita slíka heimild,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Hveragerðisbær seldi hitaveitu bæjarins til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2004. „Með fylgdi einkaréttur til vinnslu á eignarlandi Hveragerðisbæjar og sölu á heitu vatni í Hveragerði,“ útskýrir Aldís. „Ég lít á þetta sem þarna hafi bæjarstjórn verið að skerða atvinnuréttindi íbúa bæjarins með þessum gjörningi og finnst spurning hvort það sé leyfilegt,“ segir Jóhann hins vegar. Aldís segir sölu Hitaveitu Hveragerðis hafa verið mjög umdeilda. Þá hafi að vísu verið nefnt atriðið með einkaréttinn en fyrst og fremst hafi verið deilt um söluna og kaupverðið á þeirri auðlind sem fylgdi með. „Í samningnum við Orkuveituna var ekki gert ráð fyrir því að einkaaðilar gætu tekið upp á því að bora í sínu landi eins og nú er komið í ljós að áhugi er fyrir,“ segir hún. Jóhann kveðst gera ráð fyrir að töluvert heitt vatn sé í Fagrahvammi enda séu tvær mjög öflugar borholur þar við hliðina. „Við viljum kanna hvort það sé möguleiki að nýta það og þá kannski með rekstur hitaveitu í huga. Við höfum heyrt af því að Orkuveitan ætli að hætta að reka hér gufuveitu og það yrði gríðarlegt áfall því hér eru gróðurhúsabændur og fyrirtæki sem eru kaupendur að gufu.“ Aldís segir það mat bæjarráðs að þótt Ræktunarmiðstöðin megi ekki selja frá sér heitt vatn megi fyrirtækið bora í eigin þágu. „Við teljum nokkuð ljóst að landeigandi getur virkjað allt að 3,5 megavöttum á sínu landi til eigin nota,“ segir hún. Orkuveitan boðar miklar gjaldskrárhækkanir vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Jóhann segist ekki þora að segja til um það hvort Ræktunarmiðstöðin gæti selt heitt vatn á lægra verði en OR. „En það er nokkuð ljóst að við þyrftum ekki að byggja eins stórt hús undir okkar aðalstöðvar,“ svarar hann. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fyrirtækið Ræktunarmiðstöðin sf. sem verið hefur í rekstri gróðrarstöðvar og jarðverktöku fær ekki að selja Hvergerðingum heitt vatn og gufu. Ræktunarmiðstöðin á um tveggja hektara land í Fagrahvammi í miðju Hveragerði. Jóhann Ísleifsson sendi bæjaryfirvöldum bréf fyrir hönd fyrirtækisins og óskaði heimildar til að bora eftir heitu vatni í landinu og síðan starfrækja hitaveitu. Beiðninni var synjað. „Það er ekki bæjarins að veita slíka heimild,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Hveragerðisbær seldi hitaveitu bæjarins til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2004. „Með fylgdi einkaréttur til vinnslu á eignarlandi Hveragerðisbæjar og sölu á heitu vatni í Hveragerði,“ útskýrir Aldís. „Ég lít á þetta sem þarna hafi bæjarstjórn verið að skerða atvinnuréttindi íbúa bæjarins með þessum gjörningi og finnst spurning hvort það sé leyfilegt,“ segir Jóhann hins vegar. Aldís segir sölu Hitaveitu Hveragerðis hafa verið mjög umdeilda. Þá hafi að vísu verið nefnt atriðið með einkaréttinn en fyrst og fremst hafi verið deilt um söluna og kaupverðið á þeirri auðlind sem fylgdi með. „Í samningnum við Orkuveituna var ekki gert ráð fyrir því að einkaaðilar gætu tekið upp á því að bora í sínu landi eins og nú er komið í ljós að áhugi er fyrir,“ segir hún. Jóhann kveðst gera ráð fyrir að töluvert heitt vatn sé í Fagrahvammi enda séu tvær mjög öflugar borholur þar við hliðina. „Við viljum kanna hvort það sé möguleiki að nýta það og þá kannski með rekstur hitaveitu í huga. Við höfum heyrt af því að Orkuveitan ætli að hætta að reka hér gufuveitu og það yrði gríðarlegt áfall því hér eru gróðurhúsabændur og fyrirtæki sem eru kaupendur að gufu.“ Aldís segir það mat bæjarráðs að þótt Ræktunarmiðstöðin megi ekki selja frá sér heitt vatn megi fyrirtækið bora í eigin þágu. „Við teljum nokkuð ljóst að landeigandi getur virkjað allt að 3,5 megavöttum á sínu landi til eigin nota,“ segir hún. Orkuveitan boðar miklar gjaldskrárhækkanir vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Jóhann segist ekki þora að segja til um það hvort Ræktunarmiðstöðin gæti selt heitt vatn á lægra verði en OR. „En það er nokkuð ljóst að við þyrftum ekki að byggja eins stórt hús undir okkar aðalstöðvar,“ svarar hann. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira