Af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin 29. september 2010 03:00 Ólína Þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin í atkvæðagreiðslunum. „Fyrir mitt leyti geri ég náttúrulega skýran greinarmun á hreinni pólitískri ábyrgð annars vegar og ráðherra-ábyrgð hins vegar. Auðvitað felst pólitísk ábyrgð í ráðherraábyrgð en hún er þá bundin við þá málaflokka sem ráðherrarnir sinna og þau ráðuneyti sem þeir taka að sér. Það er einmitt þess vegna sem ég felst á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis að ákæra Geir Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður minni." Spurð hvers vegna hún hafi hlíft Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í atkvæðagreiðslunni segir hún: „Hún var utanríkisráðherra og hennar ábyrgð sem flokksformaður og oddviti Samfylkingarinnar er hvergi skilgreind í lögunum og þá ábyrgð verður hún að axla annars staðar og öðruvísi. Hún hefur náttúrulega gert það. Hún hefur beðið sína kjósendur og þá sem treystu henni til verka fyrirgefningar opinberlega eins og eftirminnilegt og frægt er orðið. Hún hætti við að bjóða sig fram fyrir síðustu kosningar og er ekki inni á þingi núna og er ekki í neinum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn." Ólína segir umhugsunarefni hvort það sé réttlát niðurstaða að Geir skuli einn vera ákærður. „Þetta er kannski ekki æskilegasta niðurstaðan en hún er í raun og veru ekkert órökrétt því miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Hann var æðsti ráðamaður þjóðarinnar á þessum tíma, eins og skipstjóri á skútu sem fer síðastur frá borði þegar skútan sekkur." Ólína segist ekki hafa orðið vör við neinn þrýsting frá Vinstri grænum. „Þvert á móti fannst mér þau sýna okkur þá tillitsemi að ræða þetta ekki, allavega ekki við okkur almenna þingmenn. Ég skal ekkert segja um það hvað gerðist við ríkisstjórnarborðið." - th Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin í atkvæðagreiðslunum. „Fyrir mitt leyti geri ég náttúrulega skýran greinarmun á hreinni pólitískri ábyrgð annars vegar og ráðherra-ábyrgð hins vegar. Auðvitað felst pólitísk ábyrgð í ráðherraábyrgð en hún er þá bundin við þá málaflokka sem ráðherrarnir sinna og þau ráðuneyti sem þeir taka að sér. Það er einmitt þess vegna sem ég felst á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis að ákæra Geir Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður minni." Spurð hvers vegna hún hafi hlíft Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í atkvæðagreiðslunni segir hún: „Hún var utanríkisráðherra og hennar ábyrgð sem flokksformaður og oddviti Samfylkingarinnar er hvergi skilgreind í lögunum og þá ábyrgð verður hún að axla annars staðar og öðruvísi. Hún hefur náttúrulega gert það. Hún hefur beðið sína kjósendur og þá sem treystu henni til verka fyrirgefningar opinberlega eins og eftirminnilegt og frægt er orðið. Hún hætti við að bjóða sig fram fyrir síðustu kosningar og er ekki inni á þingi núna og er ekki í neinum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn." Ólína segir umhugsunarefni hvort það sé réttlát niðurstaða að Geir skuli einn vera ákærður. „Þetta er kannski ekki æskilegasta niðurstaðan en hún er í raun og veru ekkert órökrétt því miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Hann var æðsti ráðamaður þjóðarinnar á þessum tíma, eins og skipstjóri á skútu sem fer síðastur frá borði þegar skútan sekkur." Ólína segist ekki hafa orðið vör við neinn þrýsting frá Vinstri grænum. „Þvert á móti fannst mér þau sýna okkur þá tillitsemi að ræða þetta ekki, allavega ekki við okkur almenna þingmenn. Ég skal ekkert segja um það hvað gerðist við ríkisstjórnarborðið." - th
Fréttir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira