Gylfi og Birkir einu nýliðarnir á móti Andorra - Eiður Smári ekki valinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2010 13:11 Gylfi Þór Sigurðsson er loksins kominn í A-landsliðshópinn. Mynd/AFP Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt áðan landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00. Það vekur athygli að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í hópnum en einu nýliðarnir eru Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading og Birkir Bjarnason hjá Viking. Ólafur valdi ekki leikmenn frá Englandi í hópinn þar sem þeir eru allir farnir í frí eftir langt og strangt tímabil. Hann sagði Eið Smára Guðjohnsen ekki vera í standi til þess að spila þennan leik. Liðið er mjög ungt og tíu leikmenn í hópnum eru enn gjaldgengir í 21 árs landsliðið. Árni Gautur Arason er leikreyndasti leikmaður hópsins með 70 leiki en Indriði Sigurðsson hefur leikið 52 leikir og Heiðar Helguason hefur spilað 47 A-landsleiki. Þetta verður í fjórða skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en Íslendingar hafa sigrað Andorra í hinum þremur leikjunum. Þjóðirnar spiluðu síðast á Laugardalsvellinum í ágúst 2002 þar sem Ísland vann öruggan 3-0 sigur. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir riðlakeppni EM 2012 sem hefst í september þegar að Norðmenn mæta á Laugardalsvöll. Þetta er annar vináttulandsleikurinn sem fyrirhugaður er á Laugardalsvelli í ár, hinn fer fram 11. dag ágústmánaðar þegar Liechtensteinar koma í heimsókn. Þetta er fjórði vináttulandsleikurinn af fimm á árinu en áður hafði íslenska landsliðið unnið 2-0 sigur á Færeyjum í Kórnum og gert markalaus jafntefli við Kýpur og Mexíkó.Landsliðshópurinn á móti AndorraMarkmenn Árni Gautur Arason, Odd Grenland (70 landsleikir) Gunnleifur Gunnleifsson, FH (16)Varnarmenn Indriði Sigurðsson, Viking FK (52 landsleikir, 2 mörk) Kristján Örn Sigurðsson, Hønefoss BK (44/4) Sölvi Geir Ottesen Jónsson, Sønderjysk E (10) Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðablik (4) Jón Guðni Fjóluson, Fram (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2)Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Coventry City FC (17) Ólafur Ingi Skúlason, Sønderjysk E (11/1) Rúrik Gíslason, OB (5) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ (5) Eggert Gunnþór Jónsson, Heart of Midlothian FC (4) Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjarnan (3) Birkir Bjarnason, Viking Fk (Nýliði) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading FC (Nýliði)Sóknarmenn Heiðar Helguson, Watford FC (47/8) Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk IF (29/5) Arnór Smárason, SC Herenveen (7/1) Kolbeinn Sigþórsson, AZ (2/1) Íslenski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt áðan landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00. Það vekur athygli að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í hópnum en einu nýliðarnir eru Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading og Birkir Bjarnason hjá Viking. Ólafur valdi ekki leikmenn frá Englandi í hópinn þar sem þeir eru allir farnir í frí eftir langt og strangt tímabil. Hann sagði Eið Smára Guðjohnsen ekki vera í standi til þess að spila þennan leik. Liðið er mjög ungt og tíu leikmenn í hópnum eru enn gjaldgengir í 21 árs landsliðið. Árni Gautur Arason er leikreyndasti leikmaður hópsins með 70 leiki en Indriði Sigurðsson hefur leikið 52 leikir og Heiðar Helguason hefur spilað 47 A-landsleiki. Þetta verður í fjórða skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en Íslendingar hafa sigrað Andorra í hinum þremur leikjunum. Þjóðirnar spiluðu síðast á Laugardalsvellinum í ágúst 2002 þar sem Ísland vann öruggan 3-0 sigur. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir riðlakeppni EM 2012 sem hefst í september þegar að Norðmenn mæta á Laugardalsvöll. Þetta er annar vináttulandsleikurinn sem fyrirhugaður er á Laugardalsvelli í ár, hinn fer fram 11. dag ágústmánaðar þegar Liechtensteinar koma í heimsókn. Þetta er fjórði vináttulandsleikurinn af fimm á árinu en áður hafði íslenska landsliðið unnið 2-0 sigur á Færeyjum í Kórnum og gert markalaus jafntefli við Kýpur og Mexíkó.Landsliðshópurinn á móti AndorraMarkmenn Árni Gautur Arason, Odd Grenland (70 landsleikir) Gunnleifur Gunnleifsson, FH (16)Varnarmenn Indriði Sigurðsson, Viking FK (52 landsleikir, 2 mörk) Kristján Örn Sigurðsson, Hønefoss BK (44/4) Sölvi Geir Ottesen Jónsson, Sønderjysk E (10) Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðablik (4) Jón Guðni Fjóluson, Fram (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2)Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Coventry City FC (17) Ólafur Ingi Skúlason, Sønderjysk E (11/1) Rúrik Gíslason, OB (5) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ (5) Eggert Gunnþór Jónsson, Heart of Midlothian FC (4) Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjarnan (3) Birkir Bjarnason, Viking Fk (Nýliði) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading FC (Nýliði)Sóknarmenn Heiðar Helguson, Watford FC (47/8) Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk IF (29/5) Arnór Smárason, SC Herenveen (7/1) Kolbeinn Sigþórsson, AZ (2/1)
Íslenski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira