Kynþáttafordómar líðast ekki 15. september 2010 06:00 Undanfarið hafa fjölmiðlar sagt frá því að kúbverskir feðgar með íslenskan ríkisborgararétt hafi flutt úr landi vegna kynþáttafordóma. Ég þekki ekki til málsins annað en það sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum en ef rétt reynist þá þurfum við að taka okkur saman sem þjóð og senda út skýr skilaboð. Útlendingahatur og kynþáttafordómar líðast ekki og eiga aldrei líðast í samfélagi okkar. Þjóð er ekkert annað en fólkið sem í samfélaginu býr, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð, fötlun eða heilsufari. Lykillinn að farsælu samfélagi er að öllum íbúum líði vel, búi við jöfn tækifæri og að íbúar lifi í sátt og samlyndi við hvern annan. Í baráttunni gegn kynþáttafordómum er mikilvægt að benda á tvennt. Í fyrsta lagi geta fáar þjóðir rakið uppruna sinn og sögu á líkan hátt og Íslendingar. Fyrstu Íslendingarnir voru útlendingar sem lögðu á sig langt og erfitt ferðlag og námu hér land í leit að betra lífsviðurværi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, slíkt hefur maðurinn gert frá örófi alda. Undanfarna áratugi hafa fólksflutningar til Íslands aukist verulega, en á sama tíma hafa flutningar úr landi einnig verið töluverðir, og þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Íslendingar eru ekki eingöngu víkingar heldur líka innflytjendur og það ætti að vera jafn sjálfsagður hluti af sjálfsmynd okkar og víkingaímyndin. Í öðru lagi má minna á að hörundslitur manna ræðst af náttúruaðlögun. Það þýðir að lífverur á miðbaugi jarðar þurftu að aðlagast hita meðan fólk á norðlægari slóðum þurfti að aðlagast kulda. Því meiri sól, því meira C-vítamín í húðinni og því dekkri hörundslitur. Því meiri kuldi, því minni og þreknari lífverur, til að auðvelda fólki og dýrum að halda á sér hita. Mikið flóknara er það nú ekki. Við getum til dæmis séð hvernig tognað hefur úr Íslendingum eftir að þeir fóru að búa í upphituðum húsum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga þegar upp koma dæmi um kynþáttafordóma á Íslandi. Fordómar vegna húðlitar eru byggðir á ranghugmyndum og fordómum um að munur sé á hæfni og getu fólks eftir hörundslit og útliti. Sambærilegir fordómar eiga víða upp á pallborðið í dag gagnvart trúarbrögðum. Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er verið að vinna að innleiðingu mismununartilskipana frá Evrópusambandinu. Önnur þessara tilskipana gengur út á að tryggja jafna meðferð manna án tillits til kynþáttar eða þjóðernis. Með henni verður tryggður réttur allra manna til jafnréttis og til verndar gegn mismunun en hvort tveggja er almennur réttur sem er viðurkenndur í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Að útrýma fordómum er samvinnuverkefni okkar allra. Það er gleðilegt að lögreglan hafi tekið hart á þessu máli. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í að gæta öryggis allra borgara og þarf að vera vakandi gagnvart hvers kyns fordómum og ofbeldi sem tengist er þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fjölmiðlar sagt frá því að kúbverskir feðgar með íslenskan ríkisborgararétt hafi flutt úr landi vegna kynþáttafordóma. Ég þekki ekki til málsins annað en það sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum en ef rétt reynist þá þurfum við að taka okkur saman sem þjóð og senda út skýr skilaboð. Útlendingahatur og kynþáttafordómar líðast ekki og eiga aldrei líðast í samfélagi okkar. Þjóð er ekkert annað en fólkið sem í samfélaginu býr, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð, fötlun eða heilsufari. Lykillinn að farsælu samfélagi er að öllum íbúum líði vel, búi við jöfn tækifæri og að íbúar lifi í sátt og samlyndi við hvern annan. Í baráttunni gegn kynþáttafordómum er mikilvægt að benda á tvennt. Í fyrsta lagi geta fáar þjóðir rakið uppruna sinn og sögu á líkan hátt og Íslendingar. Fyrstu Íslendingarnir voru útlendingar sem lögðu á sig langt og erfitt ferðlag og námu hér land í leit að betra lífsviðurværi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, slíkt hefur maðurinn gert frá örófi alda. Undanfarna áratugi hafa fólksflutningar til Íslands aukist verulega, en á sama tíma hafa flutningar úr landi einnig verið töluverðir, og þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Íslendingar eru ekki eingöngu víkingar heldur líka innflytjendur og það ætti að vera jafn sjálfsagður hluti af sjálfsmynd okkar og víkingaímyndin. Í öðru lagi má minna á að hörundslitur manna ræðst af náttúruaðlögun. Það þýðir að lífverur á miðbaugi jarðar þurftu að aðlagast hita meðan fólk á norðlægari slóðum þurfti að aðlagast kulda. Því meiri sól, því meira C-vítamín í húðinni og því dekkri hörundslitur. Því meiri kuldi, því minni og þreknari lífverur, til að auðvelda fólki og dýrum að halda á sér hita. Mikið flóknara er það nú ekki. Við getum til dæmis séð hvernig tognað hefur úr Íslendingum eftir að þeir fóru að búa í upphituðum húsum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga þegar upp koma dæmi um kynþáttafordóma á Íslandi. Fordómar vegna húðlitar eru byggðir á ranghugmyndum og fordómum um að munur sé á hæfni og getu fólks eftir hörundslit og útliti. Sambærilegir fordómar eiga víða upp á pallborðið í dag gagnvart trúarbrögðum. Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er verið að vinna að innleiðingu mismununartilskipana frá Evrópusambandinu. Önnur þessara tilskipana gengur út á að tryggja jafna meðferð manna án tillits til kynþáttar eða þjóðernis. Með henni verður tryggður réttur allra manna til jafnréttis og til verndar gegn mismunun en hvort tveggja er almennur réttur sem er viðurkenndur í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Að útrýma fordómum er samvinnuverkefni okkar allra. Það er gleðilegt að lögreglan hafi tekið hart á þessu máli. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í að gæta öryggis allra borgara og þarf að vera vakandi gagnvart hvers kyns fordómum og ofbeldi sem tengist er þeim.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun