Áætla 768 milljónir í snjóframleiðslutæki 15. september 2010 05:30 Bláfjöll Vegna snjóleysis hefur suma vetur aðeins verið opið í fimm daga á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins. Mikið fjör var í fyrstu opnun ársins 2010 í Bláfjöllum. Það var 1. mars.Fréttablaðið/Stefán „Skíðaíþróttin er ein besta fjölskylduíþrótt sem völ er á,“ segir stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem vill að aðildarsveitarfélögin verji samtals 768 milljónum í snjóframleiðslutæki í Bláfjöll og Skálafelli. Í erindi stjórnar Skíðavæðanna frá því í júní til sveitarfélaganna tólf sem aðild eiga að skíðasvæðunum kemur fram að unnin hafi verið kostnaðaráætlun sem miðist við að hægt sé að koma snjóframleiðslutækjunum upp í fjórum áföngum. Fyrsti áfangi myndi kosta 263 milljónir króna og fela í sér tæki í Kóngsgili og í byrjendabrekku í Bláfjöllum. Annar áfangi yrði í Skálafelli og kostaði 273 milljónir. Þriðji áfanginn fæli í sér tæki á suðursvæði Bláfjalla þar sem kostnaður yrði 150 milljónir króna. Lokaáfanginn, á 82 milljónir, yrði í Eldborg í Bláfjöllum. Diljá Ámundadóttir frá Besta flokknum er fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Skíðasvæðanna og nýr formaður stjórnarinnar. Þegar leitað var eftir upplýsingum frá Diljá í gær sagðist hún „að sjálfsögðu“ hafa skoðun á málinu en að hún vildi „síður vilja ræða“ það fyrr en að loknum sínum fyrsta stjórnarfundi eftir helgi. Stjórn Skíðasvæðanna leggur í erindi sínu áherslu á sveiflur í rekstrinum á síðustu tíu árum. „Suma vetur hefur verið opið í 120 til 130 daga samtals en aðra aðeins fimm daga,“ segir í bréfi stjórnarinnar sem bendir á að frá því að snjóframleiðsla hófst á skíðasvæði Akureyrar fyrir sex árum hafi gestum fjölgað jafnt og þétt. Auk þess sem opnunartími skíðasvæðanna myndi aukast til muna er bent á að nýting fastafjármuna yrði betri og reksturinn stöðugri með snjóframleiðslunni. „Raunsætt er að opna svæðið á tímabilinu 1. til 15. desember ár hvert. Möguleiki er að hafa opið um jólahátíðarnar en á þeim tíma koma margir í fjöllin. Þau hlákutímabil sem koma alltaf á hverju ári munu hafa minni áhrif á opnun og að lokum er tryggt að eiga alltaf nægan snjó um páska,“ segir stjórnin í bréfinu. Því er beint til sveitarfélaganna að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Eitt vinsælasta fjölskyldusport landsins er í húfi,“ segir stjórnin. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert sveitarfélaganna tólf afgreitt erindi Skíðasvæðanna. Málið hefur til dæmis verið tekið fyrir í bæjarráði Kópavogs sem ítrekaði fyrri afstöðu um að meiri upplýsingar vanti um uppbygginguna áður en unnt sé að taka afstöðu til málsins. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Skíðaíþróttin er ein besta fjölskylduíþrótt sem völ er á,“ segir stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem vill að aðildarsveitarfélögin verji samtals 768 milljónum í snjóframleiðslutæki í Bláfjöll og Skálafelli. Í erindi stjórnar Skíðavæðanna frá því í júní til sveitarfélaganna tólf sem aðild eiga að skíðasvæðunum kemur fram að unnin hafi verið kostnaðaráætlun sem miðist við að hægt sé að koma snjóframleiðslutækjunum upp í fjórum áföngum. Fyrsti áfangi myndi kosta 263 milljónir króna og fela í sér tæki í Kóngsgili og í byrjendabrekku í Bláfjöllum. Annar áfangi yrði í Skálafelli og kostaði 273 milljónir. Þriðji áfanginn fæli í sér tæki á suðursvæði Bláfjalla þar sem kostnaður yrði 150 milljónir króna. Lokaáfanginn, á 82 milljónir, yrði í Eldborg í Bláfjöllum. Diljá Ámundadóttir frá Besta flokknum er fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Skíðasvæðanna og nýr formaður stjórnarinnar. Þegar leitað var eftir upplýsingum frá Diljá í gær sagðist hún „að sjálfsögðu“ hafa skoðun á málinu en að hún vildi „síður vilja ræða“ það fyrr en að loknum sínum fyrsta stjórnarfundi eftir helgi. Stjórn Skíðasvæðanna leggur í erindi sínu áherslu á sveiflur í rekstrinum á síðustu tíu árum. „Suma vetur hefur verið opið í 120 til 130 daga samtals en aðra aðeins fimm daga,“ segir í bréfi stjórnarinnar sem bendir á að frá því að snjóframleiðsla hófst á skíðasvæði Akureyrar fyrir sex árum hafi gestum fjölgað jafnt og þétt. Auk þess sem opnunartími skíðasvæðanna myndi aukast til muna er bent á að nýting fastafjármuna yrði betri og reksturinn stöðugri með snjóframleiðslunni. „Raunsætt er að opna svæðið á tímabilinu 1. til 15. desember ár hvert. Möguleiki er að hafa opið um jólahátíðarnar en á þeim tíma koma margir í fjöllin. Þau hlákutímabil sem koma alltaf á hverju ári munu hafa minni áhrif á opnun og að lokum er tryggt að eiga alltaf nægan snjó um páska,“ segir stjórnin í bréfinu. Því er beint til sveitarfélaganna að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Eitt vinsælasta fjölskyldusport landsins er í húfi,“ segir stjórnin. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert sveitarfélaganna tólf afgreitt erindi Skíðasvæðanna. Málið hefur til dæmis verið tekið fyrir í bæjarráði Kópavogs sem ítrekaði fyrri afstöðu um að meiri upplýsingar vanti um uppbygginguna áður en unnt sé að taka afstöðu til málsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira