Jón Sigurður Eyjólfsson: Brú yfir boðaföllin Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. maí 2010 06:00 Ég hef bakað mér ómældar óvinsældir í spænska þorpinu Zújar með þjóðrembu minni. Sýknt og heilagt er ég að benda bæjarbúum á gæði lands og þjóðar minnar. Lengst af voru menn tilbúnir að humma þetta fram af sér en steininn tók úr fyrir nokkrum vikum þegar ég fór með Heilræðavísur Hallgríms Péturssonar og skoraði á kráargesti á Ake Carlos-barnum að finna spænskt ljóð sem færi fegurra í munni. Síðan þá hef ég verið svo til vinalaus í þorpinu. Eitt hefur mér þó verið bent á sem Spánverjar hafa fram yfir okkur Íslendinga, og nú þegar nýtt Ísland liggur á teikniborðinu sé ég mig knúinn til að stinga þessu að landanum. Allir þekkja vonbrigðin sem fylgja því þegar frídagur, eins og 1. maí eða sjálfur þjóðhátíðardagurinn, kemur upp á laugardegi eða sunnudegi. Það er eins og að borga fyrir aðalrétt og eftirrétt en fá síðan eftirréttinn maukaðan ofan í aðalréttinn. Spænsk alþýða hefur séð við þessu með svokallaðri brú eða puente. Brúin virkar þannig að 1. maí er færður til mánudags þó svo að almanakið mæli svo um að hann komi upp á sunnudegi. Þannig verður enginn svikinn. Þar sem menn eru á annað borð farnir að sveigja almanakið til þá láta þeir heldur ekki undir höfuð leggjast að gefa mönnum frí á föstudegi ef frídagur kemur upp á fimmtudegi. Það kæmi íslenskri alþýðu aldeilis vel en 17. júní ber einmitt upp á fimmtudegi í ár. 101-liðið gæti jafnvel skroppið austur fyrir Elliðaár. Einhverjir kynnu að malda í móinn og segja að með þessu móti myndu vinnuafköstin minnka til muna. Hins vegar felast í því tækifæri fyrir ríkið sem hingað til hefur reynt að halda aftur af sjómönnum með sóknardögum og sífellt minni kvóta. Því ekki að sýna stjórnkænsku á nýja Íslandi og halda mönnum við gleðskap í stað þess að láta menn horfa í gaupnir sér meðan beðið er eftir nýju kvótaári? Nú er til dæmis komið upp ástand á Grundarfirði þar sem útgerðarmenn eru í brýnni þörf fyrir frídaga til að treina kvótann. Afkastasemi var líka helsti mikil í öðrum geirum á gamla Íslandi. Hver veit nema að við gætum um frjálst höfuð strokið ef okkar stórtækustu fjármálamenn hefðu unnið aðeins minna. Þar hefði brúin líklega getað orðið brú yfir boðaföllin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun
Ég hef bakað mér ómældar óvinsældir í spænska þorpinu Zújar með þjóðrembu minni. Sýknt og heilagt er ég að benda bæjarbúum á gæði lands og þjóðar minnar. Lengst af voru menn tilbúnir að humma þetta fram af sér en steininn tók úr fyrir nokkrum vikum þegar ég fór með Heilræðavísur Hallgríms Péturssonar og skoraði á kráargesti á Ake Carlos-barnum að finna spænskt ljóð sem færi fegurra í munni. Síðan þá hef ég verið svo til vinalaus í þorpinu. Eitt hefur mér þó verið bent á sem Spánverjar hafa fram yfir okkur Íslendinga, og nú þegar nýtt Ísland liggur á teikniborðinu sé ég mig knúinn til að stinga þessu að landanum. Allir þekkja vonbrigðin sem fylgja því þegar frídagur, eins og 1. maí eða sjálfur þjóðhátíðardagurinn, kemur upp á laugardegi eða sunnudegi. Það er eins og að borga fyrir aðalrétt og eftirrétt en fá síðan eftirréttinn maukaðan ofan í aðalréttinn. Spænsk alþýða hefur séð við þessu með svokallaðri brú eða puente. Brúin virkar þannig að 1. maí er færður til mánudags þó svo að almanakið mæli svo um að hann komi upp á sunnudegi. Þannig verður enginn svikinn. Þar sem menn eru á annað borð farnir að sveigja almanakið til þá láta þeir heldur ekki undir höfuð leggjast að gefa mönnum frí á föstudegi ef frídagur kemur upp á fimmtudegi. Það kæmi íslenskri alþýðu aldeilis vel en 17. júní ber einmitt upp á fimmtudegi í ár. 101-liðið gæti jafnvel skroppið austur fyrir Elliðaár. Einhverjir kynnu að malda í móinn og segja að með þessu móti myndu vinnuafköstin minnka til muna. Hins vegar felast í því tækifæri fyrir ríkið sem hingað til hefur reynt að halda aftur af sjómönnum með sóknardögum og sífellt minni kvóta. Því ekki að sýna stjórnkænsku á nýja Íslandi og halda mönnum við gleðskap í stað þess að láta menn horfa í gaupnir sér meðan beðið er eftir nýju kvótaári? Nú er til dæmis komið upp ástand á Grundarfirði þar sem útgerðarmenn eru í brýnni þörf fyrir frídaga til að treina kvótann. Afkastasemi var líka helsti mikil í öðrum geirum á gamla Íslandi. Hver veit nema að við gætum um frjálst höfuð strokið ef okkar stórtækustu fjármálamenn hefðu unnið aðeins minna. Þar hefði brúin líklega getað orðið brú yfir boðaföllin.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun