Handbolti

Stefán: Fram var einfaldlega sterkara liðið heilt yfir

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stefán Arnarson, þjálfari Vals.
Stefán Arnarson, þjálfari Vals. Mynd/Daníel

„Þetta voru gríðarleg vonbrigði þar sem við byrjuðum illa og náðum ekki að klára sóknir okkar með nægilega góðum skotum. Við skiluðum okkur líka illa til baka Fram hafði tögl og haldir og voru að spila betur en við lengst af í leiknum," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir 20-19 tap liðs síns gegn Fram í úrslitaleik Eimskipsbikars kvenna á laugardag.

Valur lenti 5-0 undir snemma leiks og var 13-9 undir í hálfleik en náði með mikilli seiglu að vinna sig aftur inn í leikinn og var nálægt því að stela sigrinum í lokin.

„Mér fannst frábært hvernig við komum til baka í leiknum og súrt að hafa ekki náð að klára þetta í lokin. Í svona úrslitaleikjum er þetta bara spurning um dagsformið og Fram var einfaldlega sterkara liðið heilt yfir.

Við vorum ekki að spila nægilega vel en ég tek það ekki af Framliðinu að það átti sigurinn skilið," sagði Stefán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×